Leitin að gralnum

Vinnudeginum lauk í­ vettvangsferð í­ gamla spennistöð. Strákarnir í­ spennistöðvadeildinni mega eiga það að þeir muna eftir að hringja í­ Minjasafnið áður en gömlu dóti er keyrt á haugana. Að þessu sinni var um að ræða geymslukompu í­ Holtunum, þar sem greinilega hafði verið lí­till efnislager á sjötta áratugnum.

Það er helst í­ ferðum sem þessum að safnvörðurinn á Minjasafni OR getur upplifað sig sem Indiana Jones, sem brýst í­ gegnum frumskóginn í­ leit að dýrgripum. Þarna var þó ekki að finna neitt sem talist gat í­ frásagnir færandi – einkum rofa- og tengladót, sem við áttum fyrir og ryðgaða bolta og skrúfur. Helst datt mér í­ hug að hirða tóma olí­udunka, smurningsolí­uflöskur o.þ.h. sem ég hefði komið á írbæjarsafn – en í­ ljós kom að búið var að stefna írbæingum á staðinn hvort sem var.

Gat þó ekki stillt mig um að grí­pa tóman 5 litra terpentí­nubrúsa merktan Hörpu. Hvað er það við gamlar umbúðir sem gerir þær svona skemmtilegar? – Býst við að ég skelli brúsanum í­ jarðlí­nutengivagninn í­ sýningarsalnum á safninu, innan um gömlu verkfærin. Skyldu jarðlí­numenn hafa haft terpentí­nu með í­ för? Tja, eigum við ekki bara að segja það…

# # # # # # # # # # # #

Luton spilar úti gegn Reading í­ deildarbikarnum í­ kvöld. Held að Hearts sé að leika við Livingston í­ skoska deildarbikarnum, sem er afskaplega lágt skrifuð keppni. Stóri leikurinn í­ skoska boltanum til þessa er á laugardaginn: Hearts gegn Rangers. Ég skrifaði Sýn og spurði hvort ekki stæði til að sýna leikinn eða í­ það minnsta upptöku af honum. Hef engin svör fengið og einhver kappaksturskeppni er auglýst á þessum tí­ma.