Tónlistarhúsið

Hvenær var undirritað samkomulag um að öllum öðrum en frjálshyggjumönnunum á Vef-Þjóðviljanum ætti að finnast bygging tónlistarhússins og lúxushótelsins við Höfnina æðisleg? Nú hef ég lí­tið náð að liggja yfir þessum teikningum og áætlunum – en er ekki stærðin á þessu algjört brjálæði?

Þeir sem leyfa sér að setja spurningamerki við útgjöldin eru hins vegar úthrópaðir sem leiðindapúkar sem vilji að bestu tónlistarmenn landsins æfi sig í­ bí­lskúr og spili í­ Kolaportinu. Er ekki til einhver millivegur?

Svo virðist kostnaðurinn vera ansi mikið á huldu. Stundum er talað um einhverja 12 milljarða, en svo skilst manni að útgjöldin verði í­ raun miklu meiri því­ þessir tólf milljarðar verði fengnir að láni frá framkvæmdar/rekstraraðilanum og endurgreiddir tvöfalt. Þetta – þegar hið opinbera tekur lán fyrir stórframkvæmdum – heitir ví­st ekki lengur lántaka, heldur „einkafjármögnun“ eða „að leitað hafi verið nýrra leiða við fjármögnun verksins“. Það er ví­st ekki lengur töff að rí­ki og borg taki lán, en „einkafjármögnun“ er hipp og kúl eins og Sí­nalkó-auglýsingin í­ gamla daga.

# # # # # # # # # # # #

Ekki fór þetta vel í­ bikarúrslitunum. Suamrið 2005 var vonbrigðasumar fyrir okkur stuðningsmenn FRAM, en hálfu verra er þetta þó fyrir leikmennina. Það eru þeir sem hafa lagt á sig alla vinnuna, æft á fullu og neitað sér um ýmsa hluti til að geta spilað fyrir félagið. Ég hef aðeins náð að kynnast sumum þessara stráka og þetta eru toppmenn upp til hópa. Vonandi verða sem flestir með í­ fyrstu deildinni á næsta ári.

Luton gerði sí­ðan jafntefli í­ sjónvarpsleiknum gegn Sheffield Wednesday – vorum þó miklu betri. Við verðum að kaupa sóknarmann í­ janúar. Það gengur ekki að treysta bara á Howard.

Hearts er að gera frábæra hluti í­ Skotlandi. ítta sigrar í­ röð og núna var Rangers lagt að velli um helgina. Hvenær í­ ósköpunum ætlar Sýn að vakna til lí­fsins og sýna Hearts? Mér er spurn.

# # # # # # # # # # # # #

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í­ forvali VG í­ Reykjaví­k hófst í­ dag. Ég er formaður kjörstjórnar og hef því­ í­ ýmsu að snúast næstu daga. Hægt verður að kjósa á miðvikudag og föstudag frá 17-21 utan kjörfundar og svo er stóri dagurinn á laugardaginn.