…þá myndi ég nota tækifærið og tilkynna um 50% hækkun á heitu vatni og rafmagni núna.
Fyrstu tuttugu mínúturnar af hverjum fréttatíma eru undirlagðar af sápuóperunni um ríka pakkið; hver svaf hjá hverjum og hver stalst í tölvupóst hvers.
íhaldið í borginni myndi hvorki æmta né skræmta, vegna þess að enginn Sjálfstæðismaður þorir í viðtal þessa daganna af ótta við að fréttamennirnir muni nota tækifærið og spyrja út í Baugs-mál og litlu ljótu klíkuna.
Snjallt – ekki satt?
# # # # # # # # # # # # #
Á hádeginu á morgun verð ég fundarstjóri hjá Sagnfræðingafélaginu. Á fréttatilkynningu segir:
Salvör Nordal, „Örbirgð við allsnægtir“. Fyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands
Sumir fá ekki sæti við það gnægtarborð sem aðrir njóta. Félagsfræðingurinn og heimspekingurinn Zygmunt Bauman kallar þetta fólk „úrhrök nútímans“ í nýlegri bók. Að mati Baumans hljóta efnahagslegar framfarir og nútímahyggja að leiða til þess að þessum hópi fólks fjölgi sífellt í heiminum. Salvör Nordal, heimspekingur og forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, fjallar um þessi efni í hádegisfyrirlestri Sagnfræðingafélags Íslands þriðjudaginn 27. september. Fyrirlesturinn verður í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu í Reykjavík og hefst kl. 12:10. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.