Framfarir

Held að fundarstjórnin á fundi Sagnfræðingafélagsins í­ hádeginu hafi bara tekist ágætlega. Salvör Nordal flutti erindi sem um margt minnti þó fremur á hugvekju um stöðu heimsmála og fátækt almennt en sagnfræðifyrirlestrana sem menn eru vanir á þessum fundum. Þetta kom prýðisvel út, í­ það minnsta voru umræðurnar fjörugar á eftir – en eins og gengur þegar stórra spurninga er spurt var lí­tið um afdráttarlausar niðurstöður.

# # # # # # # # # # # # #

Logi Bergmann bara hættur hjá Sjónvarpinu – daginn eftir að hafa farið í­ viðtöl um nýja bjobbið sitt í­ Efstaleitinu. Spurninganördar landsins hljóta þá að spyrja: hver tekur við GB?

Að mörgu leyti er þægilegast fyrir RÚV að fá innanbúðarmanneskju. Dettur samt engin í­ hug í­ fljótheitum. Einhverjar uppástungur?

# # # # # # # # # # # # #

Og talandi um spurningakeppni. Klukkan tvö á morgun keppi ég við Daví­ð Þór Jónsson í­ spurningakeppni Talstöðvarinnar hjá honum Ólafi Bjarna Guðnasyni.

# # # # # # # # # # # # #

Þeir sem missa af því­ að hlusta á mig í­ útvarpinu á morgun, geta heilsað upp á mig milli kl. 17 og 21 að Suðurgötu 3 – þ.e.a.s. þeir sem eru félagar í­ VG í­ Reykjaví­k. Forval VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar verður á laugardag, en á morgun – miðvikudag – er utankjörfundaratkvæðagreiðsla. Tilvalið fyrir þá sem ætla út úr bænum.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld sigraði Luton lið Preston North End með þremur mörkum gegn engu. Howard heldur áfram að skora. Við erum á blússandi siglingu. Mike Newell er snillingur.