Tvö viðtöl

Það voru tveir viðtalsbútar í­ sjónvarpsfréttunum í­ gær sem verulega erfitt var að hlusta á – hvor á sinni stöðinni.

Á Stöð 2 var spilað viðtal við Jóní­nu Ben sem virtist á barmi taugaáfalls. Hún var ekki í­ nokkru jafnvægi fyrir sí­maviðtal og margsagði fréttamanninum að hún gæti ekki svarað spurningum hans núna. Samt var þetta spilað. Ekki vegna þess að það bætti neinu við fréttina heldur bara af miskunarleysi – eða vegna þess að fréttamaðurinn sem lí­klega var búinn að hafa mikið fyrir að ná í­ Jóní­nu tí­mdi ekki að sleppa því­ að nota efnið.

Á Sjónvarpinu var frétt um sjóskaða. Skúta með tveimur mönnum lenti í­ hafvillum. Annar fórst en vinur hans bjargaðist. Fréttamaður tók á móti þyrlunni við Borgarspí­talann og lét spurningarnar dynja á manninum. Strax í­ upphafi viðtalsins sagðist hann ekki vilja segja neitt að svo stöddu máli né treysti sér til þess. Samt var haldið áfram að spyrja. – Ég er viss um að í­slenskur sjómaður sem væri nýbúinn að sjá eftir félaga sí­num í­ hafið hefði ekki fengið þessa meðferð.

# # # # # # # # # # # # #

Leitin að næsta Loga heldur áfram hér á sí­ðunni. Hægt er að greiða atkvæði í­ athugasemdakerfinu eða senda mér tölvupóst. Þessi hafa fengið atkvæði:

Freyr Eyjólfsson 2
Kristján Kristjánsson 1
Ómar Ragnarsson 1
Magga Stí­na 1
Villi naglbí­tur 1
Gí­sli Marteinn 1
Broddi Broddason 1
Snorri Már Skúlason 1
Daví­ð Þór Jónsson 1

Það eru greinilega skiptar skoðanir hjá þjóðinni, enda um mikið hitamál að ræða. Etv. ætti ég að rukka 99,90 kr. fyrir skeytið?