Mér finnst alltaf skringilegt að hlusta á lagið Stefán með Risaeðlunni. Á hvert sinn sem hvín í Möggu Stínu „Ste-e-e-e-fán!!!“ í viðlaginu – hrekk ég í kút. Finnst eins og verið sé að kalla í mig. Geri ráð fyrir að Katrínum landsins hafi liðið eins í öllum fréttaflutningnum af fellibylnum nýverið.
Á ljósi þessa, er það pínulítið hvimleittfyrir okkur Steinunni hlusta á endalausar fréttir af yfirvofandi „slag Stefáns og Steinunnar“ um efsta sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í borginni.
Nú les ég það í Mogganum að kratarnir ætli að bíða fram í miðjan febrúar með að halda prófkjör – þannig að næsta hálfa árið verður maður að þola þessi ósköp.
Ef Samfylkingin ætlar að bíða langt fram á nýja árið með að ákveða hverjir eigi að leiða listann, má leiða að því líkum að Sjálfstæðisflokkurinn muni mælast með gott forskot næstu mánuðina. Það virðist nefnilega ansi lítil stemning fyrir borgarstjóraefnunum tveimur: Steinunni og Stefáni. Spái því að þriðji frambjóðandinn verði dubbaður upp fljótlega upp úr áramótum og kratarnir veðji á að fá skyndilegan meðbyr út á nýjabrumið sem varað gæti fram að kosningum í vor. Þetta er áætlun sem gæti gengið upp – en líka mistekist hrapalega.
VG klára sitt forval núna um helgina. Kosturinn við að ljúka þessu svona snemma er sá að þá hafa frambjóðendur nægan tíma til að setja sig inn í málin, undirbúa sig og gera ráðstafanir til að geta einbeitt sér að kosningabaráttunni. Ég hef litla trú á að velja frambjóðendur nokkrum vikum fyrir kosningar.
# # # # # # # # # # # # #
Á Bylgjufréttum er því slegið fram að sjoppan á Brú í Hrútafirði sé eina þjóðvegasjoppan sem geri ráð fyrir að bæði kynin geti skipt á bleyjum barna sinna. Þessu mótmæli ég. Á Baulu er skiptiaðstaða fyrir framan klósettin, þannig að allir geta notað aðstöðuna. Baula er fín sjoppa.
# # # # # # # # # # # # #
Þetta finnst mér fyndin frásögn…
# # # # # # # # # # # # #
SHA fundar í Friðarhúsi í kvöld. Þangað mæta allir góðir menn og fá sér kaffi eða bjór og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar. – Væntanlegir hluthafar eru sérstaklega boðnir velkomnir.
# # # # # # # # # # # # #
Á gær hafði ég sigur í spurningakeppninni hjá Ólafi Bjarna og er kominn í undanúrslit. Á viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna gaf Þjóðleikhúsið keppendum nokkra frímiða. Það er hins vegar nokkuð strembið að átta sig á vef Þjóðleikhússins – hvaða sýningar séu í gangi og hvenær? Hvernig er þessi sýning „Koddamaðurinn“? Er það eitthvað sem vert er að skoða?