Endurvinnsla

Óskaplega bera þessar „sviptingar á fréttastofunum“ vott um lí­tið í­myndunarafl. Sjónvarpið ræður fyrrum starfsmenn Stöðvar tvö og öfugt. Þá eru gamlir fréttamenn fengnir aftur til starfa. Ekkert nýtt, ekkert óvænt, ekkert frumlegt.

Pétur Blöndal sagði um daginn að það fjölmiðlarnir virtust ekki bara vanhæfir til að fjalla um málefni sinna eigin eigenda, heldur lí­ka málefni eigenda annarra fjölmiðla – því­ að starfsmenn RÚV í­ dag væru starfsmenn 365 á morgun. Þetta var fyrir viku sí­ðan. Held að Pétur hafi tæpast trúað því­ sjálfur hversu skjótt spádómur hans myndi rætast.

# # # # # # # # # # # # #

Hin óformlega skoðanakönnun þessarar sí­ðu á því­ hver ætti að leysa Loga Bergmann af hólmi í­ Gettu betur, ef hann hættir í­ kjölfar vistaskiptanna, leiðir í­ ljós að ýmsir vilja Daví­ð Þór Jónsson aftur – en flestir kjósa þó Frey Eyjólfsson útvarpsmann á Rás 2.

Þar sem ég veit að blaðamenn lúslesa þessa sí­ðu, mana ég þá til þess að slá upp frétt um málið og koma nafni Freys í­ umræðuna.

# # # # # # # # # # # # #

Var í­ viðtali á Morgunvaktinni fyrr í­ dag vegna forvals VG. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður milli kl. 17 og 21 í­ kvöld. Svo hefst kosning kl. 9 í­ fyrramálið og stendur til 21. Partý um kvöldið.