Enn eru allir fjölmiðlar fullir af þýsku kosningunum, enda virðist stefna í algjöra stjórnarkreppu í landinu. Þessi stjórnarkreppa er kaldhæðnisleg í ljósi þess að þar í landi eru gríðarlega ólýðræðislegar kosningareglur sem fela það í sér að flokkar þurfa að fá mjög hátt hlutfall atkvæða til að fá þingmenn kjörna. Þröskuldur þessi gerir það að …
Monthly Archives: september 2005
Leitin að gralnum
Vinnudeginum lauk í vettvangsferð í gamla spennistöð. Strákarnir í spennistöðvadeildinni mega eiga það að þeir muna eftir að hringja í Minjasafnið áður en gömlu dóti er keyrt á haugana. Að þessu sinni var um að ræða geymslukompu í Holtunum, þar sem greinilega hafði verið lítill efnislager á sjötta áratugnum. Það er helst í ferðum sem …
Erfi
Ef keyrt verður yfir mig þveran á morgun, þá vil ég ekki pönsur, rjómakökur og kaffi í erfidrykkjunni. Eftir útför Óla var safnast saman í félagsheimili Rafveitunnar þar sem borið var fram bakkelsi, bjór og hvítvín. Smekkfullt hús og fín stemning. Þetta hefði karlinn kunnað að meta. # # # # # # # # …
Óli
Á dag verður Ólafur Guðmundsson, vinnufélagi minn til margra ára og góður vinur borinn til grafar. Ég hef séð á eftir ættingjum, kunningjum, samstarfsfólki úr vinnu og félagsmálum, afa mínum og ömmu. Óli er hins vegar fyrsti eiginlegi vinurinn sem ég missi. Það er skrítin tilfinning. Á Mogganum í morgun er stutt minningargrein eftir mig …
Og svo er stokkið af stað…
Ekki varð mér mikið úr verki í dag. Hafði stefnt að því að ganga frá kaupum á bílnum þeirra Kjartans og Sylvíu (sem eru flottir bloggarar). Þau eru á leið til útlandsins og þurfa að losna við bílinn sinn og dósin hennar Steinunnar er að ryðga í sundur. Engir bíllyklar skiptu um hendur. Fór þess …
Brellan okkar Gísla
Aumingja Gísli Marteinn laug upp á sig BA-gráðu. Það er ágætis áminning til sagnfræðinga að taka hóflega mikið mark á uppflettiritum eins og Samtíðarmönnum – upplýsingar í slíkum ritum geta byggst á óskhyggju frekar en raunveruleikanum. Stóra BA-gráðumálið hlýtur þó að valda mér áhyggjum. Þannig er nefnilega mál með vexti að í símaskránni 1998 er …
Kúbein
Ég er í skralli. Klukkan níu í morgun hófst ég handa við að undirbúa Mánagötuna fyrir komu Eiríks smiðs, sem setur upp eldhúsinnréttinguna og svefnherbergisskápana frá Axis. Eftir að hann mætti og við vorum búnir að endurraða efninu og taka ákvarðanir um 2-3 vafamál, vatt ég mér í að pilla niður gömlu skápana með kúbeini, …
Hleypur á snærið
Um daginn bloggaði ég um hvað mér litist vel á dagskrá Þjóðleikhússins í vetur. Við Steinunn vorum meira að segja að tala okkur inn á að fjárfesta í einhverju korti – til að tryggja að við hundskuðumst á nokkrar sýningar. Nú virðast þau fjárútlát óþörf. Heyrði nefnilega í spurningaþættinum hans Ólafs Bjarna að allir keppendur …
CSI Selfoss
Það er nú nánast krúttlegt að lesa æsifréttir á borð við þessa af Vísi: Skemmdarvarga leitað á Selfossi Vegfarandi á Selfossi tilkynnti um eld í blaðabunka við aðalinngang Fjölbrautaskóla Suðurlands um miðnætti á sunnudagskvöld. Lögregla segir að fundist hafi eldspýta í blaðabunkanum og telur að kveikt hafi verið í. Tjón var óverulegt en vegna hitans …
Spark
Á Fréttablaðinu í morgun var fjallað um knattspyrnuspilið og spurningaþáttinn sem ég hef verið að sýsla við upp á síðkastið. Hafði hálft í hvoru búist við að hvort tveggja ætti að vera leyndarmál eitthvað lengur – en nú er hægt að leggja spilin á borðið. Síðsumars var ég ráðinn í að semja spurningar fyrir borðspil …