Finnst engum öðrum en mér ósmekklegt að hlusta á Lögreglukórinn syngja Lög og reglu eftir Bubba? Er engin kaldhæðni svo augljós að einhverjum takist ekki að misskilja hana? # # # # # # # # # # # # # Krakkahópurinn í Rafheimum í dag er úr Lækjarskóla í Hafnarfirði. Góðir krakkar. Meðan ég …
Monthly Archives: september 2005
Afríkuboltinn
Hvílík helgi í forkeppn í HM! Fyrir helgina var mögulegt að nýliðar kepptu í úrslitakeppninni fyrir hönd Afríku úr fjórum af fimm riðlum. Túnis, sem virðist öruggt um sigur í fimmta riðli voru einu reynsluboltarnir sem öruggir töldust. Fílabeinsströndin var með örlög sín í eigin höndum, en tapaði á heimavelli 2:3 gegn Kamerún – þar …
Spænska veikin & fuglaflensan
Ég hef á tilfinningunni að á fréttastofum dagblaðanna og ljósvakamiðlanna hangi uppi minnisblað, þar sem fram kemur að fréttamönnum beri – ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði – að flytja fréttir af því að íslenskir fuglar séu sömu skepnur og erlent fiðurfé, sem þýði að þeir geti fengið fuglaflensu. Á kjölfarið á að hringja …