Atli Heimir og pólitíkin

Uppgötvaði þegar ég var að hlusta á Talstöðina í­ bí­lnum um hádegisbilið að Silfur Egils er byrjað aftur. Man ekki eftir að hafa séð neinar auglýsingar um þáttinn og hafði heyrt slúðursögur um að hann yrði ekki á dagskrá í­ vetur.

Eftir maraþonumræður um Baugs-mál frá ýmsum hliðum, lauk þættinum á spjalli um þýska pólití­k. Þangað voru mættir Jón Óskar Sólnes og Atli Heimir Sveinsson. Atli Heimir er betri í­ tónsmí­ðunum en fréttaskýringum. Það var hreinlega pí­nlegt að hlusta á hann í­ þættinum, þar sem hann virtist ekkert þekkja til málanna og hafði ekki annað fram að færa en sleggjudóma og blammeringar um í­slenska og þýska pólití­k. Greinilegt var að Jón Óskar var orðinn harla pirraður út í­ félagann í­ útsendingunni, enda ekki mættur á svæðið til að hlusta á önugt tónskáld stimpla hina og þessa sem labbakúta eða lýðskrumara.

Þegar talið berst að nýja Vinstriflokknum þýska, sem fékk um 9% atkvæða í­ kosningunum, er algengast að fréttaskýrendur slái því­ föstu að það sé óstjórntækur flokkur – rekinn af gömlum kommúnistum og Óskari Lafontaine – sem sé snar. Eins og Egill Helgason rifjaði reyndar upp á sí­ðunni sinni nýverið, þá er ekki langt sí­ðan Lafontaine þótti mjög svalur pólití­kus í­ kreðsum „nútí­malegra jafnaðarmanna“ – sem töldu hann góða fyrirmynd.

Hvað hinn leiðtoga Vinstriflokksins, Gregor Gysi, varðar – þá heyrði maður fyrst minnst á hann seint á ní­unda áratugnum. Þá kallaði Morgunblaðið hann „Umbótasinna“. Hann var sagður aðdáandi Gorbatsjovs og mikið var gert úr störfum hans sem lögmaður ýmissra kunnra andófsmanna í­ Austur-Þýskalandi. Þar á meðal voru félagar í­ „Nýjum vettvangi“ – sem margir héldu að yrði einhvers konar „Samstaða“ þeirra Austur-Þjóðverja, en varð ekki annað en lí­til neðanmálsgrein í­ stjórnmálasögu 20. aldar. Skyldi hinn austur-þýski „Nýi vettvangur“ hafa verið fyrirmyndin að nafni hins misheppnaða „Nýs vettvangs“ sem boðinn var fram í­ borgarstjórnarkosningunum 1990 hér heima? Það væri gaman að komast að því­…

Gregor Gysi þótti sem sagt umbótasinni á sí­ðum Moggans fyrir rúmum fimmtán árum, en er í­ dag talinn leifar frá valdatí­ma kommúnista. Ætli þetta segi ekki ansi margt um það hversu lí­tið er oft að marka stimpla á borð við „harðlí­numaður“, „umbótasinni“ og önnur álí­ka hugtök sem skellt er á menn og hreyfingar í­ erlendum fréttum. Hversu margir umbótasinnar dagsins í­ dag eiga eftir að verða harðlí­nu- eða afturhaldssinnar morgundagsins – og öfugt?

# # # # # # # # # # # # #

Á gær var forval Vinstri grænna í­ Reykjaví­k. Sem formaður kjörstjórnar þurfti ég að tilkynna úrslit. Það er ekki skemmtilegt hlutverk, því­ þótt vissulega sigri einhverjir og gleðjist – þá tekur maður frekar eftir vonbrigðum hinna. Það er leiðinlegt að sjá félaga sí­na niðurdregna eftir að hafa fengið lakari útkomu en vonir stóðu til. Held samt að listinn sé nokkuð öflugur. Ég yrði ekki hissa ef Svandí­s Svavarsdóttir verður orðin einn af sterkustu leiðtogum vinstrimanna innan nokkurra ára.

# # # # # # # # # # # # #

Luton vann eina ferðina enn um helgina, að þessu sinni Cardiff á útivelli. Erum í­ þriðja sæti, skammt á eftir Reading. Magnað!