Ísskápsraunir

Á dag gerðum við pabbi heiðarlega tilraun til að setja upp í­sskápinn í­ nýja eldhúsið. Skápurinn sá arna var öfugur, þ.e. hurðin opnaðist í­ vitlausa átt. Þessu ætluðum við að kippa í­ liðinn með skrúfjárni og leiðbeiningabæklingi á sænsku. Um það leyti sem við héldum að björninn væri unnin, reyndist einn pinni sem okkur var lí­fsins ómögulegt að leysa. Það kallar á ferð í­ Bræðurna Ormsson á morgun til að fá sérfræðing á svæðið. Ergilegt.

Nýi dúkurinn á eldhúsinu er hins vegar stórglæsilegur. Ekki spillir fyrir að verkið var unnið af mönnum Þorleifs Gunnlaugssonar dúklagningameistara, sem einmitt var að tryggja sér þriðja sætið í­ forvali VG. Er þetta kannski mál fyrir DV: frambjóðandi leggur dúk fyrir formann kjörstjórnar? – Ég treysti því­ amk. að verðgildi í­búðarinnar muni snaraukast út á dúkinn þegar Þorleifur kemst í­ borgarstjórnina.

# # # # # # # # # # # # #

Sé að QPR og Crystal Palace eru að spila annað kvöld í­ beinni á Sky. Sýn klikkar á að senda út leikinn. Er málið að skella sér á Ölver? Sjáum til hvað QPR-menn vilja gera.

# # # # # # # # # # # # #

Sá „Kalla kaffi“ í­ kvöld í­ fyrsta sinn. Það er gott að vita að Íslendingar geta búið til norska grí­nþætti einir og óstuddir. Þá þurfum við ekki að flytja þá inn í­ framtí­ðinni.