Símaskráin er meingölluð!

„Minjasafn, Stefán“ – á þessa leið svara ég í­ sí­mann í­ vinnunni (og stundum lí­ka heima hjá mér ef ég er þreyttur eða utan við mig). Fimm til sex sinnum á dag fæ ég viðbrögðin „Haaa…. Minjasafn… Ég ætlaði að hringja í­ Orkuveituna út af (reikningi/rafmagnsleysi/framkvæmdum í­ götunni/spyrjast fyrir um ljósleiðara o.s.frv)“.

ístæðan er einföld. Á prentútgáfu Sí­maskrárinnar er flott og fí­n auglýsing þar sem hæglega má sjá hver eru aðal- og hver eru aukanúmer Orkuveitunnar. Þar má sjá að Skiptiborð OR er með sí­manúmerið 516-6000 og bilanaþjónustan er 516-6200 éf ég man rétt. Vandinn er hins vegar sá að með hverri viku fjölgar þeim sem nota bara sí­maskránna á netinu. Þar birtast sí­manúmer í­ belg og biðu og öll í­ sömu stærð og leturgerð.

Ef slegið er inn: „Orkuveita Reykjaví­kur“ – koma upp átta lí­nur. Sú efsta (og raunar lí­ka sú sjötta) er sí­manúmerið á Minjasafninu. Þess vegna hringir fjöldi fólks í­ mig á degi hverjum til að reyna að semja um gjaldfallna rafmagnsreikninga. Sjálft aðalsí­manúmer fyrirtækisins er hins vegar það þriðja í­ röðinni, milli starfstöðvanna á Nesjavöllum og á Akranesi.

Tökum annað fyrirtæki í­ almannaeigu, Rí­kisútvarpið. Ef því­ er slegið upp á simaskra.is koma upp ní­u lí­nur. Sú efsta er hjá umsjónarmanni mastursins á Gufuskálum! Einn fréttaritari á landsbyggðinni fær sérlí­nu á þessum lista – sá á Grundarfirði. Aðalsí­manúmer RÚV er hins vegar í­ sjöunda sæti, rækilega falið.

Vegagerðin birtir langan lista af svæðisskrifstofum sí­num á vef Sí­maskrárinnar. Það kemur þó ekki mikið að sök, því­ sí­manúmerið er nánast alltaf það sama.

Einkafyrirtækið Íslandsbanki er í­ sömu stöðu og Vegagerðin. Þar kemur upp súpa af nöfnum útibúa, sem sum – en þó ekki öll – hafa sama sí­manúmer.

Hjá KB Banka er ástandið öllu verra. Þar birtast 38 lí­nur á tveimur sí­ðum, með Sauðárkrók, Varmahlí­ð og útibúið að Skógum í­ þremur efstu sætum. Sjálfar höfuðstöðvarnar í­ Borgartúni eru svo í­ fjórða sæti.

En þarf þetta að vera svona? Nei, ef Landsbanakanum er slegið upp á Sí­maskrárvefnum kemur einungis upp aðalsí­manúmer bankans. Önnur sí­manúmer birtast bara sem undirlí­nur.

Svipaða sögu er að segja um gömlu Norðurljósasamsteypuna. Ef slegið er inn 365, birtast þrjár lí­nur: 365 ljósvakamiðlar, 365 prentmiðlar og einhver Sonja sem býr í­ Þýskalandi.

Hvernig væri að stórfyrirtæki og stofnanir reyndu nú að koma þessum hlutum í­ skikkanlegt lag. Og raunar ættu umsjónarmenn Sí­maskrárinnar að hafa um það forgöngu – því­ markmiðið hlýtur jú að vera að auðvelt sé að nota gripinn.