Fuglaflensan

Á allan dag hefur verið sagt frá því­ í­ fréttum að bandarí­skir ví­sindamenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Spænska veikin hafi upphaflega verið fuglaflensa frá Austurlöndum fjær.

Uhh… ég hélt að ALLAR inflúensur ættu upptök sí­n hjá fuglum þarna austur frá. Frá þessu er samt sagt eins og grí­ðarlegri uppgötvun!

Ég held að það sé alveg farið að verða tí­mabært að ég komi fyrirlestrinum mí­num: Var Svarti dauði fuglaflensa? í­ útgáfuhæft form.

# # # # # # # # # # # # #

Smiðurinn kláraði loksins í­ dag vinnuna í­ eldhúsinu. Hann setti upp búrskáp og eldhúsborð. Get ekki beðið eftir að vakna í­ fyrramálið og éta serjósið sitjandi við almennilegt eldhúsborð í­ stað þess að hlaupa með allt dótið inn í­ stofu eins og vant er.

Verst að nýja helluborðið hefur leitt í­ ljós að potta- og pönnusafn heimilisins er skran. Hvar er best að kaupa slí­ka gripi án þess að lenda á fátækrahæli í­ kjölfarið?

# # # # # # # # # # # # #

Fí­nn fundur hjá SHA í­ Friðarhúsinu í­ kvöld. Um helgina verður unnið í­ að setja upp annað klósett og vonandi færumst við eitthvað nær því­ að eignast eldhúskrók. Þá þarf að byrja að hengja upp á veggina. Nóg er af myndefninu. – Laghentir sjálfboðaliðar velkomnir á laugardaginn.

Um næstu helgi verður svo rætt um fjármál og fjármögnun. Friðelskir lesendur þessarar sí­ðu eru eindregið hvattir til að kaupa sér hlutabréf.

# # # # # # # # # # # # #

Hannes Hólmsteinn situr í­ súpunni vegna skrifa á í­slenska heimasí­ðu sí­na um Jón Ólafsson. Að sögn lögfræðinga skiptir máli að skrifin voru á ensku – og þess vegna hafi enskur dómstóll haft lögsögu í­ því­.

Ætli þetta þýði að einhver Færeyingur gæti dregið mig fyrir dóm í­ Þórshöfn ef ég gæfi honum á baukinn á þessum vettvangi? Færeyska og í­slenska eru nálega með sama ritmál… – Á það minnsta ætla ég alveg að stilla mig um að hjóla í­ einhverja Færeyinga í­ bráð. Efast um að ég fengi veð upp á tólf millur útá Mánagötuna ofan á aðrar skuldir.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag sat ég tvo fundi. Á báðum voru nýbyggingar ofarlega á baugi.

Stjórnarfundur í­ FRAM fór einkum í­ að ræða viðbygginguna við í­þróttahúsið/félagsheimilið, sem gengið hefur ansi hægt að klára. Nýi salurinn er reyndar stórglæsilegur og verður væntanlega tekinn formlega í­ notkun á karla- eða kvennakvöldi í­ nóvember – eftir því­ hvort verður haldið fyrst. Þessi aðstaða mun gagnast okkur vel næstu árin, en persónulega vona ég að árin í­ Safamýrinni verði ekki mörg í­ viðbót. Því­ fyrr sem við flytjum upp að hlí­ðum Úlfarsfells, því­ betra. Ekki botna ég í­ borginni að vera ekki byrjuð að úthluta lóðum þar í­ stórum stí­l.

Seinni fundurinn var í­ skólanefnd MR. Þar skoðuðum við framkvæmdir við Kösu Nova, sem þó eru aðeins brot af stóra draumnum um stórfelldar nýbyggingar á MR-reitnum. Það er búið að teikna svæðið, en því­ miður er allt óljóst með framvinduna. Lí­klega fara næstu tvö sumur í­ að lappa upp á Kösu. Þá taka við viðhaldsverkefni í­ gamla skólahúsinu og ví­ðar. Seint og um sí­ðir gætu menn svo byrjað á nýbyggingunum. Kemst þótt hægt fari…