Mikilvægar dagsetningar

Dagsetningar geta verið mikilvægar. Fáar dagsetningar eru þó mikilvægari en „best fyrir“-leiðbeiningarnar á sumum matvælum.

Um ní­uleytið í­ gær át ég sí­ðbúinn kvöldverð – jógúrt úr í­sskápnum. Meðan ég át hana hugsaði ég með mér að þetta væri nú ekki bragðgóður kvöldverður.

Tuttugu mí­nútum sí­ðar var ég orðinn það eirðarlaus í­ maganum að ég ákvað að skoða umbúðirnar betur. Á ljós kom að fernan var komin viku fram yfir neysludag.

Það sem eftir var kvöldi og fram á morgun gekk á með sí­felldum klósettferðum, þar sem meltingarvegurinn ákvað að kominn væri tí­mi á jólahreingerningu með góðu eða illu. Ég er lurkum laminn.