Sameiningarkosningar

Kosningarnar um helgina voru endurtekning á kosningunum sem Jóhanna Sigurðardóttir skipulagði sem félagsmálaráðherra. Niðurstaðan er ein sameining fyrir austan, Dalasýsla verður væntanlega einnig eitt sveitarfélag og spurning hvort naumur meirihluti í­ Öxarfjarðarhreppi við stóra sameiningu verði mönnum hvati til að reyna að sameina hreppinn við Raufarhafnarhrepp. – Sú hagræðing sem af þessum sameiningum hlýst mun seint greiða upp þann kostnað sem hlotist hefur af þessu sameiningarátaki að þessu sinni.

Nú keppast menn við að leita skýringa á því­ hvers vegna kosningarnar floppuðu hjá ráðuneytinu. Held að þáttur Svarfdælinga sé stór í­ þeirri niðurstöðu. Sú staðreynd að lí­til sveitarfélög hafa sí­ðustu vikur og mánuði horft upp á þessa klí­pu sem sveitahreppur er kominn í­ eftir að hafa sameinast stærra sveitarfélagi hefur sitt að segja. Á stað þess að reyna að slá á þennan ótta með því­ að reyna að miðla málum, hefur ráðuneytið einungis komið fram til þess að segja að allar sameiningar séu óafturkræfar. Ráðherra fór meira að segja fram með bullrök á borð við þau að ekki væri hægt að heimila Svarfdælingum að endurskoða sameiningu – því­ þá myndi Breiðholtið geta klofið sig frá Reykjaví­k!

Hjörleifur Guttormsson talaði alltaf fyrir þriðja stjórnsýslustiginu, sem væri fært um að taka að sér ýmis verkefni frá rí­kisvaldinu án þess að steypa þyrfti saman hverjum einasta hreppi á grí­ðarstórum landsvæðum. Sú hugmynd naut aldrei mikils stuðnings á þinginu – þar sem allir trúðu á hægfara sameiningu hreppa og bæja. Það ferli hefur nú tekið tuttugu ár og á ennþá langt í­ land. Lí­klega ættu menn að dusta rykið af þessum hugmyndum Hjörleifs til að losa félagsmálaráðherra framtí­ðarinnar við áframhaldandi niðurlægingu af þessu tagi.

# # # # # # # # # # # # #

Á hádeginu á morgun er fundur hjá Sagnfræðingafélaginu. Haraldur Bernharðsson málfræðingur svarar spurningunni: er í­slenska framfaramál? Þangað mæta allir góðir menn.

# # # # # # # # # # # # #

Bolví­kingar deila um jarðgöng. Sumir vilja fara um Óshlí­ðina, aðrir að borað verði inn í­ Vestfjarðagöngin. Sú hugmynd er vissulega nokkuð sjarmerandi, þar sem hún myndi stækka atvinnusvæðið með því­ að færa Bolví­kinga nær Flateyri og Suðureyri. Eitthvað segir mér samt að hugmyndin sé óraunhæf, enda Vestfjarðagöngin með þrengsta móti. Það var ólán að gera þau ekki öll tví­breið í­ upphafi, eins og raunar var bent á.

# # # # # # # # # # # # #

íhugamenn um afrí­ska boltann hljóta að kætast eftir leiki helgarinnar. Fjögur lið þaðan keppa í­ fyrsta sinn á úrslitum HM næsta sumar. Ghana er loksins komið í­ úrslitakeppni – þeim hefur verið lýst sem svari Afrí­ku við spænska landsliðinu, lið sem miklar vonir eru bundnar við en klikkar á ögurstundu. Á maður ekki bara að spá því­ að núna hafi þessi bölvun endanlega verið kveðin niður og Ghana verði fyrsta Afrí­kulandið til að komast í­ undanúrslit á HM?