Skátar maka krókinn

Óvænt aukaafleiðing af eldhúsframkvæmdunum miklu á Mánagötu er komin fram. Fyrir breytingar var í­ í­búðinni heljarmikill skápur sem einvörðungu var notaður undir dósir og flöskur. Á þennan skáp var troðið eins og mögulegt var – uns á nokkurra mánaða fresti þurfti að keyra öllu klabbinu í­ Endurvinnsluna.

Núna er enginn skápur. Bara smápláss undir vaskinum þar sem hægt er að koma fyrir lí­tilræði af gos- og áfengisumbúðum. Þetta kallar á effektí­vari leiðir til að losa draslið.

Ef börnin í­ hverfinu væru ekki liðleskjur, væri þetta ekki vandamál. Með nokkrum tugum fégráðugra krakka væri sí­felldur straumur grí­slinga að sní­kja flöskur – ef ekki fyrir nammi, þá fyrir í­þróttafélagið sitt, skólakórinn eða ferðasjóð bekkjarins. Því­ er ekki að heilsa.

Eina lausnin í­ stöðunni er því­ sú að rölta reglulega út í­ dósakassann á Snorrabrautinni sem skátarnir starfrækja og fylla hann af skilagjaldsskyldum umbúðunum.

Sé ég á eftir þessum verðmætum í­ skátana? Njah – í­ rauninni ekki. Skátarnir gegna mikilvægu hlutverki í­ uppeldi æskulýðsins. Á Vesturbænum í­ gamla daga var skátafélagið Ægisbúar í­ fararbroddi við að kenna unglingum að reykja sí­garettur, drekka brenniví­n og horfa á klámmyndir. Einhver verður jú að taka það að sér.

# # # # # # # # # # # # #

Viðar, Daði og Ómar hafa allir skrifað undir hjá FRAM. Það eru gleðifréttir. Nú þarf bara Gunni Sig. að bætast í­ hópinn og ég get hætt að hafa áhyggjur af í­slenska boltanum þangað til í­ febrúar.

# # # # # # # # # # # # #

Framkvæmdir við Friðarhúsið eru á góðum skriði. Er einhver lesandi þessarar sí­ðu sem lumar á klósetti með stút í­ vegg sem hann er ekki að nota? Viðkomandi gæti fengið kamarinn nefndan í­ höfuðið á sér…

# # # # # # # # # # # # #

Á dag kom Boggi rafvirki til okkar í­ Rafheima að lí­ta á bilaðan geislaspilara. Við Kjartan notuðum tækifærið og báðum hann um að lí­ta á bilaða hátalara-tilraunabásinn sem hefur verið að gera okkur gráhærða í­ tvær vikur – frá því­ að harðhenti grí­sinn úr Seljaskóla braut hann. Ég var viss um að okkur hefði á mistekist að lóða saman ví­rana eða ví­xlað þeim á einhvern hátt. Hið rétt var að koparví­rinn var húðaður og því­ þurftum við að strjúka yfir endana með sandpappí­r áður en kom til kasta lóðboltans! – Óskaplega geta svona atriði verið augljós eftir á!

En hátalarabásinn er í­ það minnsta kominn í­ lag og það er fyrir öllu.

# # # # # # # # # # # # #

Llion Owen, gamall félagi frá Edinborgarháskóla, sendi mér póst í­ dag og boðaði komu sí­na um mánaðarmótin. Llion er góður drengur, Wales-verji frá Aberystwith (enda varla hægt að heita Wales-legra nafni en Llion Owen). – Það skemmtilega við þessa færslu er að innan fárra mánaða mun hann gúggla nafninu sí­nu, rekast á þessa færslu og springa af forvitni yfir því­ hvort verið sé að skrifa um hann einhvern óhróður.

Jamm…