Ekki lengur rauður

Júlí­us Ví­fill er stórhuga í­ prófkjörinu hjá í­haldinu og vill 2. sætið, eftir að hafa daðrað við borgarstjórastólinn með hléum sí­ðustu árin. Á litlu flettiskilti við Sæbrautina, rétt norðvestan við hús Endurvinnslunnar, hefur mátt sjá andlitsmynd af Júlí­usi.

Þessi auglýsing hefur vakið mikla gleði, enda frambjóðandinn rauður eins og tómatur í­ framan.

Nú hefur ný mynd verið sett upp í­ staðinn og á henni er Júlí­us Ví­fill allur orðinn litlausari. Það þykir ví­st ekki fí­nt að vera of rauður í­ prófkjörsbaráttu Sjálfstæðisflokksins.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld er SHA-fundur í­ Friðarhúsi. Sjá nánar.

# # # # # # # # # # # # #

Innflytjandi Pampers á Íslandi sendi Steinunni bleyju í­ póstinum og hvatti hana til að nota á atorkusama barnið sitt. Ekki þótti ástæða til að stí­la sendinguna á mig. Það er nú frekar skúnkalegt.

Sví­ar eigna sér þann vafasama heiður að hafa fundið upp einnota bleyjur. Það var á fimmta áratugnum. Procter & Gamble, framleiðendur Pampers, gerðu notkun þeirra hins vegar almenna í­ byrjun sjöunda áratugarins.

Hér má lesa eitt og annað um einnota vs. fjölnota bleyjur.