Okkar maður á HM

Held ég fari rétt með það að Norður-írinn Mal Donaghy sé eini leikmaðurinn í­ sögu Luton Town til að taka þátt í­ úrslitakeppni HM. Það var árin 1982 og 1986.

Nú eru lí­kur á að annar leikmaður bætist í­ þann hóp. Carlos Edwards er í­ liði Trinidad & Tobago sem leikur við Bahrain um laust sæti á HM í­ Þýskalandi næsta sumar. Ef Trinidad-búar vinna, þá er ég kominn með uppáhaldslið fyrir keppnina.

Annars er það umhugsunarefni að ef Trinidad sigrar Bahrain og ístralir leggja Uruguay, þá væru Norður-Amerí­ka og Suður-Amerí­ka með jafnmarga fulltrúa á HM. Það er ekki í­ nokkru samræmi við styrkleika þessara álfusambanda.

Nær hefði verið að láta sigurvegara Eyjaálfukeppninnar mæta Norður-Amerí­kubúum og Uruguay hefði þá keppt við fulltrúa Así­u.