Á dag streðaði ég í þrjá klukkutíma við að reyna að tjasla saman tæki í Rafheimum. Fylgdi leiðbeiningunum út í ystu æsar en allt kom fyrir ekki – þegar ég reyndi að setja það í gang gerðist nákvæmlega ekkert. Hefði getað farið að grenja, það er svo frústrerandi að þurfa að gefast upp fyrir skrúfum, boltum o.þ.h. – En, koma tímar, koma ráð…
# # # # # # # # # # # # #
Á dag eignuðumt við nýtt herbergi – eða öllu heldur endurheimtum gestaherbergið. Segja má að með því sé framkvæmdunum í kjölfar brunans í sumar loksins lokið.
Meðal þess sem í ljós kom við tiltektina í kvöld voru óframkallaðar filmur. Við Steinunn erum liðónýt við að taka myndir og álíka slöpp í að framkalla þær. Ef ekki kæmu til vinir og vandamenn, væru líklega engar myndir til að barninu. Þannig höfum við ekki haft fyrir að skella neinum gríslingamyndum á netið.
Fyrir áhugafólk um slíka hluti skal hins vegar bent á myndasíðu Þóru systur. Þar má sjá sjö myndir af barninu, þar af tvær við hennar eftirlætisiðju – át.
# # # # # # # # # # # # #
Auglýsingunum fyrir spurningaþáttinn Spark fjölgar dag frá degi, enda fer fyrsti þátturinn í loftið á föstudaginn. ín þess að vita það með fullri vissu geri ég ráð fyrir að byrjað verði á viðureign FRAM og Þróttar. Þar verður reyndar Ólafur H. Kristjánsson í liði FRAM. Það má því óbeint kalla þetta síðustu embættisfærslu hans fyrir Safamýrarstórveldið. Lofa spennandi keppni.