Fékk þær fréttir rétt í þessu að Steinunn hefði verið kjörin í fimm manna framkvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins, nánar tiltekið sem gjaldkeri.
Hún hefur haft áhuga á að starfa að þessum málum lengi og það er frábært að hún skuli nú fá tækifæri til að starfa innan stjórnarinnar. Þar mun hún eflaust standa sig vel.
Núna er ég stoltur af konunni minni!