Imbinn

Stefnir í­ gott sjónvarpskvöld hjá grasekklinum á Mánagötu. Sýn er með leik í­ ensku, Leeds : Sheffield United. Skjár einn frumsýnir spurningaþáttinn í­ kvöld. FRAM og Þróttur bí­tast um titilinn „besta liðið í­ Reykjaví­kurkjördæmi norður“. Þetta var fyrsti þátturinn sem við tókum upp og því­ eðlilega nokkrir byrjunarhnökrar, t.d. er hann hæggengari en þeir sem sí­ðar komu. Vona samt að fólk hafi gagn og gaman af. Sjónvarpið sýnir svo Meaning of Life – sem mér fannst æði þegar ég var fjórtán. Spurning hvort það mat hafi mikið breyst.

En svo er allt eins lí­klegt að Ólí­na heimti alla athyglina og ég missi af þessu öllu saman.

# # # # # # # # # # # # #

DV birtir lista yfir 100 skúnkalegustu pólití­sku ráðningar sögunnar. Það er nú nokkuð kauðskt að álitsgjafarnir virðast ekki hafa komist upp í­ 100 tilnefningar og þess vegna eru 3-4 menn nefndir oftar en einu sinni á listanum. Það er klúður.

Svo virðast menn ekki muna mikið eftir sögunni, því­ þorri hinna tilnefndu hafa fengið bitlingana á sí­ðustu 10-15 árum.

Svona efni er samt alltaf vinsælt og ágætt fyrir sinn hatt.