Jæja, ég komst inn í fulltrúaráðið – hafnaði í áttunda sæti í kjörinu, en listann má sjá hér. Held að við írmann getum vel við okkar niðurstöðu unað ef tekið er mið af því hversu lítið við höfum í raun gert í flokksstarfinu miðað við marga aðra sem lentu neðar á blaði.
Steinunn komst hins vegar ekki inn. Það verður að viðurkenna að sú strategía hennar að ganga á milli manna og biðja þá um að kjósa sig ekki stuðlaði ekki að sigurlíkum.
# # # # # # # # # # # # #
Örninn er furðulegur þáttur. Hann á að fjalla um alþjóðlega glæpastarfsemi á tímum hnattvæðingar, þar sem atburðarásin berst ótt og títt landa á milli… engu að síður tekst aðalsöguhetjunni alltaf að rekast á glæpamennina fyrir tilviljun heima hjá sér eða á ferðalögum. Þessir sömu krimmar reynast svo allir vera gamlir kunningjar. Merkilegt.
# # # # # # # # # # # # #
Nú þarf ég að fara í Mál og menningu að skipta Söguatlasnum sem ég fékk eftir að hafa tapað 20:19 fyrir Agli Helgasyni í spurningakeppninni á Talstöðinni. Hvaða bók ætti maður að fá sér? Margar litlar eða eina stóra og veglega? Uppástungur?