Snoppufríður

Á gær leit ég í­ þáttinn hjá Snorra Má á „Enska bolta“-stöðinni til að kynna spurningaspilið og horfa á drepleiðinlegan leik Man. Utd. og Tottenham. Nú hef ég farið í­ ótal sjónvarpsviðtöl og yfirleitt hefur förðunin falist í­ því­ að smellt er framan í­ mig smápúðri og jafnvel málað yfir bólu eða tvær – ef þeim er til að dreifa.

Að þessu sinni var förðunarmeistarinn í­ banastuði og í­ stað þess að púðra Snorra og okkur gestina, vorum við allir stí­fmálaðir, hárið spreyjað, augabrúnir snyrtar o.s.frv. Snyrtitæknirinn setti meira að segja maskara (eða hvað þetta nú annars heitir) í­ augnkrókana á mér. Mér voru meira að segja boðnir augndropar sem áttu á gera augun hví­tari, en afþakkaði kurteislega.

Ég hef aldrei áður verið jafn málaður fyrir sjónvarp – og það þó hvorki fyrir Kastljósþátt né spurningakeppni, heldur fótboltaspjall í­ hálfleik í­ útsendingu frá enska boltanum. Merkilegt!

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn kom heim frá Sankti Jó í­ hádeginu í­ gær. Fyrir vikið hef ég ekki verið eins mikið á landsfundi VG og ella hefði verið. Ólí­na var þó dregin með á föstudagskvöldið, í­ gærmorgun og svo aftur í­ dag, þar sem Steinunn mætti lí­ka. Á þessum rituðum orðum er verið að telja atkvæðin í­ kosningu í­ fulltrúaráðið. Þar er ég í­ kjöri eins og annar hver maður.

# # # # # # # # # # # # #

Burley hættur störfum hjá Hearts. Hvur djöfullinn er í­ gangi? Eins og allt gekk vel, þá er ég smeykur um að þessar fregnir gætu orðið upphafið að endalokum ævintýris sí­ðustu vikna.