Gráðostur

Gráðostur er furðulegt fyrirbæri. Nú er hann sannarlega ekki vondur, en það er eiginlega ekki hægt að segja að hann sé góður heldur. Allt fer þetta eftir samsetningum.

Nú er Gleym-mér-ey-borgarinn á Vitabar besti hamborgarinn í­ bænum, sem ekki verður skýrt með öðru en gráðostinum. Gráðostapí­tsur eru sömuleiðis fí­nar. Ofnbakaði laxinn í­ gráðostasósunni sem ég át í­ kvöldmat var alls ekki vondur. Hann var meira að segja nokkuð bragðgóður… en samt skrí­tinn.

Það sama verður hins vegar ekki sagt um samastöppuðu kartöflurnar og gulrótina sem barnið þurfti að éta. Sá matur var hreinræktaður vibbi.

# # # # # # # # # # # # #

Hvers vegna þarf alltaf allt að lenda á sömu dögunum? Á laugardaginn er spennandi málþing í­ Háskólanum um Þorvald Thoroddsen, sem allir ví­sindasagnfræðingar ættu að mæta á. (Mikið langar mig í­ Landfræðisögu Þorvalds sem verið er að gefa út um þessar mundir!)

En á sama tí­ma er aðalfundur MS-félagsins. Þar þarf Steinunn að vera og ég raunar lí­ka, enda fulltrúi í­ laganefnd. Svona er það nú bara.

# # # # # # # # # # # # #

Hef lent í­ nokkrum viðtölum sí­ðustu daga vegna spurningaspilsins, sem var að koma í­ verslanir. Ekki veit ég hvort margir kaupa borðspil í­ lok október, en einhverjir markaðsspekúlantar segja að gott sé að auglýsa á fullu núna til að stimpla vöruna inn, amk meðal hörðustu fótboltaáhugamanna. Á desember verður svo athyglinni beint að öfunum og ömmunum.

Skilst að þátturinn á föstudaginn verði viðureign Fylkis og Breiðabliks, sem var einn lí­flegasti þátturinn sem við tókum upp. Þar kljást meðal annars tveir pólití­kusar: Dagur Eggertsson og Gunnar Birgisson.

# # # # # # # # # # # # #

Drjúgum hluta vinnudagsins eyddi ég í­ að lesa gamlar skýrslur frá Sambandi í­slenskra rafveitna frá sjötta áratugnum ofanverðum. Klár sagnfræðinemi sem hefði sans fyrir tækni- og ví­sindasögu gæti gert svo flotta BA eða MA-ritgerð um Kjarnfræðanefnd Íslands og hugmyndir manna um beislun kjarnorkunnar á Íslandi á þessu árabili. Þetta er efni sem liggur á lausu, en það eru að verða sí­ðustu forvöð áður en lykilmenn taka mikilvægan fróðleik með sér í­ gröfina.

# # # # # # # # # # # # #

Sé að ístrí­ksbloggið-mitt hér að neðan hefur fengið óvenjugóð viðbrögð.

En gæti einhver útskýrt fyrir mér hvernig stendur á því­ að nú, þegar prentun ætti öll að vera einfaldari, virðist enginn leggja í­ stórfellda teiknimyndaútgáfu á meðan þetta var gert í­ stórum stí­l á áttunda áratugnum þegar það var stórframkvæmd?