Vinnuetík

Steinunn er mikil knattspyrnuáhugakona. Hún horfir hins vegar aldrei á fótbolta og fylgist ekkert með úrslitum leikja.

Virðist staðhæfingin hér að ofan eitthvað mótsagnakennd? Tja, hún er varla mikið skrí­tnari en allar fréttirnar af nýju könnuninni sem sýnir fram á að Íslendingar séu grí­ðarlega Kristnir, þeir leggja bara enga rækt við trú sí­na.

Íslendingar fara ekki í­ kirkju. Það vissu allir. Færri vissu að (ef marka má sérfræðing frá Guðfræðistofnun Hí) að skýringarinnar sé að leita í­ gamla bændasamfélaginu, þar sem prestarnir þurftu að þjóna svo mörgum kirkjum að þeir gátu ekki messað nema stopult á hverjum stað. Nú getur landinn vissulega verið seinn að fatta, en er ekki frekar ólí­klegt að þjóðin skrópi í­ messur vegna þess að hún sé ekki enn búin að átta sig á að opið sé alla sunnudaga?

Annars er auðvelt að gera alla Kristna með því­ að leika sér með skilgreiningarnar. Þannig virðist það orðið hálfgert aukaatriði að trúa á meyfæðinguna, upprisuna, Jesú Krist eða jafnvel Drottinn allsherjar – það er nóg að halda í­ „barnatrúnna“. Það þýðir í­ raun að nægilegt er að reyna að vera góð manneskja, sparka ekki í­ dýr eða skvetta á gangandi vegfarendur í­ umferðinni. (Það má skvetta á hjólreiðamenn – enda er það þjóðarí­þrótt.)

En erum við góðir prótestantar? Samkvæmt Max Weber er skilgreiningin á þeim þjóðflokki á þá leið að hann veit ekkert skemmtilegra en að vinna og lí­tur á frí­daga og helgar sem illa nauðsyn. Miðað við það er stelpan sem afgreiddi mig í­ verslun áðan ekki góður prótestant. Hún kvaddi með orðunum: „Takk fyrir og góða helgi…“ – Á HíDEGINU Á FIMMTUDEGI? Bölvuð páfavilla!