Afturelding

Íslendingar eru búnir að læra að semja reyfara. Um það er ví­st ekki lengur deilt og sölutölur fyrir jólin taka af öll tví­mæli. Lesendur láta það ekki trufla sig lengur að æsilegir eltingaleikir við morðingja og misyndismenn eigi sér stað í­ Laugarásnum, að glæpaklí­kur hreiðri um sig í­ Teigahverfinu eða að gripið sé til vopna við höfnina í­ Sandgerði.

Eins og áður hefur komið fram hér á blogginu, hef ég aldrei komist almennilega inn í­ bækur Arnaldar Indriðasonar. Mýrin var svo sem ágæt, en annað heillar mig ekki. Sérstaklega finnst mér fjölskyldu-hliðarsögurnar um einkalí­f lögreglumannanna óspennandi.

Reyfarar írna Þórarinssonar hafa heldur ekki heillað mig sérstaklega. Fyllerí­ið á aðalsöguhetjunni er svo yfirdrifið að erfitt er að taka það alvarlega. Sí­felldar ví­sanir í­ dægurlagatexta og minni úr Raymond Chandler-bókunum eru heldur ekki að virka fyrir mig. Stellu Blómkvist-bækurnar lí­t ég á sem brandara.

Það eru hins vegar í­slenskir reyfarahöfundar sem ég kann vel að meta. Ævar Örn getur verið góður og Viktor Arnar Ingólfsson er að mí­nu mati sá flinkasti, eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi. Flateyjargáta var fí­n, en Engin spor er besta í­slenska glæpasagan.

Ég var því­ hæstánægður að fá nýju bókina hans, Aftureldingu, í­ hendur. Byrjaði að lesa undir miðnættið í­ gærkvöld, las fram eftir nóttu og kláraði bókina svo í­ morgun.

Á stuttu máli sagt var ég mjög sáttur. Það er erfitt að skrifa trúverðuga í­slenska glæpasögu um raðmorðingja, en það tekst að þessu sinni. Gæsaskyttur týna tölunni. Morðinginn storkar lögreglunni og gamalt morðmál kemur í­ dagsljósið. Allt er þetta efni í­ fí­na fléttu.

Lí­kt og í­ fyrri bókum Viktor Arnars, er einn helsti styrkur sögunnar fólginn í­ undirbúningsvinnunni. Persónur með sérstæð áhugamál fá tækifæri til að besserwisserast og eins og í­ Flateyjargátu er nokkurs konar spurningakeppnisþrautum skotið inn í­ fléttuna.

Á Engum sporum og Flateyjargátu má segja að Viktor Arnar hafi ekki verið nægilega harðsví­raður. ín þess að of mikið sé gefið upp um efni þeirra bóka, þá var tilhneiging hjá honum til að skýra dularfull dauðsföll með öðrum hætti en kaldrifjuðum morðingjum – og stundum kom í­ ljós að fórnarlömbin reyndust hvort sem er dauðvona… Nú hefur harpan harðnað og höfundurinn hikar ekki við að láta blóðið slettast út um allt, án þess þó að úr verði lágkúra.

Fyrri hluti bókarinnar er sterkari en sá sí­ðari, ekki hvað sí­st vegna þess að undir lokin er búið að kynna til sögunnar nokkuð marga lögreglumenn (jarðbundnu aðalsöguhetjuna, drykkfellda félagann, áhugalausa yfirmanninn, vitlausa og hrokafulla unga strákinn, strákastelpuna utan af landi, kaldlynda réttarmeinafræðinginn o.s.frv.) Þetta fyrirgefur lesandinn – að því­ gefnu að ætlun höfundarins sé að skrifa fleiri bækur með sömu persónum í­ aðalhlutverki. Ef þetta er fyrsta bókin af mörgum um Tryggva, Gunnar og félaga (sem ég ætla rétt að vona) þá er skiljanlegt að kynna hafi svona marga til sögunnar.

Afturelding er flott glæpasaga. Þeir sem kunna að meta bækur Ians Rankins ættu að vera hrifnir af þessari. Vonandi kemur næsta saga strax um næstu jól.

# # # # # # # # # # # # #

SHA vantar að fá gefins mjóa eldavél í­ Friðarhúsið. Lumar einhver lesandi á slí­kum grip?