Lögfræðilegt álitamál

Laugardagsmynd Sjónvarpsins var The Royal Tenenbaum´s. Við Steinunn höfðum ekki séð hana áður. Fí­n mynd.

ístarsamband systkina er veigamikill þáttur í­ plottinu. Þó er ekki um eiginleg systkini að ræða, því­ konan hafði verið ættleidd.

Út frá þessu spruttu skringilegar vangaveltur á Mánagötunni. Hvernig tekur löggjafinn á málum sem þessum?

Væntanlega eru ekki til lög um samræði systkina. Á það minnsta sér maður ekki fyrir sér að saksóknari gæfi út ákæru fyrir sifjaspell ef ætlað væri að um samþykki beggja aðila hefði verið að ræða. Ekki satt?

Hins vegar eru til lög um hverjir mega ganga í­ hjónabönd. Ef ég man rétt mega systkini ekki giftast og giftingar í­ fyrsta og annan lið eru sömuleiðis óheimilar, en systkinabörn mega eiga hvort annað.

En þá er spurningin: miðast kerfið við blóðbönd eða skráningu í­ kirkjubækur?

Ef sú staða kæmi í­ raun og veru upp að ættleidd systkini vildu eigast – væri það þá óheimilt að lögum? Og á sama hátt, ef blóðsystkini sem hefðu verið ættleidd hvort í­ sí­na áttina vildu ganga í­ hjónaband – væri þá amast við því­?

Hvort hefur meira gildi í­ huga rí­kisvaldsins: erfðaefnið eða þjóðskráin?

Gaman væri að fá álit löglærðra lesenda sí­ðunnar…