Er að velta einu fyrir mér varðandi Minesweeperinn, sem eflaust hefur verið fundinn upp af Norður-Kóreumönnum til að minnka framleiðni á Vesturlöndum, er uppröðunin á sprengjunum föst og ákveðin fyrirfram – eða skákar tölvan sprengjunum til eftir því sem líður á leikinn? Nú kemur oft upp sú staða að velja þarf á milli tveggja reita, …
Monthly Archives: október 2005
Vonbrigði
Á dag streðaði ég í þrjá klukkutíma við að reyna að tjasla saman tæki í Rafheimum. Fylgdi leiðbeiningunum út í ystu æsar en allt kom fyrir ekki – þegar ég reyndi að setja það í gang gerðist nákvæmlega ekkert. Hefði getað farið að grenja, það er svo frústrerandi að þurfa að gefast upp fyrir skrúfum, …
Vonbrigði
Á dag streðaði ég í þrjá klukkutíma við að reyna að tjasla saman tæki í Rafheimum. Fylgdi leiðbeiningunum út í ystu æsar en allt kom fyrir ekki – þegar ég reyndi að setja það í gang gerðist nákvæmlega ekkert. Hefði getað farið að grenja, það er svo frústrerandi að þurfa að gefast upp fyrir skrúfum, …
Íslensk fyndni
Mannshugurinn er skrítinn. Á morgun hef ég sönglað þessa vísu: Fúþi Fúþi minn Fúþi góði drengurinn Fúþi Fúþi Fúþi hæ Fúþi litli Nikulæ. Þeir sem ná þessari tengingu eru annað hvort fjandanum minnisbetri, kunningjar mínir eða slyngir að nota Google eða aðrar leitarvélar. Ekki orð um það meir.
Frasar
Hver er hvimleiðasti frasi okkar tíma? Ég sting upp á eftirlætisfrasa allra nútímalegra stjórnmálamanna: Ég trúi ekki á boð og bönn – hins vegar er mjög mikilvægt að setja ALMENNAR LEIKREGLUR… Hvað eru leikreglur annað en boð og bönn? Leikreglur – hvort sem er í fótbolta eða viðskiptalífi – eru samansafn af fyrirmælum um hvað …
Mér finnst merkilegt…
…að Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, leiki glæpaforingja sem er að brjótast inn í bankahólf í breskri laugardagsmynd Sjónvarpsins. Manninum er greinilega margt til lista lagt.
Ekki lengur rauður
Júlíus Vífill er stórhuga í prófkjörinu hjá íhaldinu og vill 2. sætið, eftir að hafa daðrað við borgarstjórastólinn með hléum síðustu árin. Á litlu flettiskilti við Sæbrautina, rétt norðvestan við hús Endurvinnslunnar, hefur mátt sjá andlitsmynd af Júlíusi. Þessi auglýsing hefur vakið mikla gleði, enda frambjóðandinn rauður eins og tómatur í framan. Nú hefur ný …
Okkar maður á HM
Held ég fari rétt með það að Norður-írinn Mal Donaghy sé eini leikmaðurinn í sögu Luton Town til að taka þátt í úrslitakeppni HM. Það var árin 1982 og 1986. Nú eru líkur á að annar leikmaður bætist í þann hóp. Carlos Edwards er í liði Trinidad & Tobago sem leikur við Bahrain um laust …
Íþróttafélag stúdenta
íþróttafélag stúdenta er skringilegt íþróttafélag. Það keppir einungis í körfubolta og blaki. Minnir að íS hafi verið með í handboltanum í gamla daga, en það gæti verið misminni. Held að íS hafi aldrei haldið úti knattspyrnuliði og um einstaklingsíþróttir getur varla verið að ræða. Þegar ég var í Háskólanum gengu alltaf miklar tröllasögur af meintum …
Flóamarkaðurinn
Það svínvirkar greinilega að auglýsa eftir hlutum hér á síðunni. Upp úr kvöldmat sótti ég í Kópavoginn klósett með stút í vegg eins og um var beðið fyrir Friðarhúsið. Næsta skref er að lýsa eftir hvers kyns borðbúnaði: glösum, bollum, hnífapörum o.þ.h. Svo vantar jú alltaf fleiri hlutahafa – og ef einhver lumaði á eldhúsinnréttingu …