Minesweeper

Er að velta einu fyrir mér varðandi Minesweeperinn, sem eflaust hefur verið fundinn upp af Norður-Kóreumönnum til að minnka framleiðni á Vesturlöndum, er uppröðunin á sprengjunum föst og ákveðin fyrirfram – eða skákar tölvan sprengjunum til eftir því­ sem lí­ður á leikinn? Nú kemur oft upp sú staða að velja þarf á milli tveggja reita, …

Vonbrigði

Á dag streðaði ég í­ þrjá klukkutí­ma við að reyna að tjasla saman tæki í­ Rafheimum. Fylgdi leiðbeiningunum út í­ ystu æsar en allt kom fyrir ekki – þegar ég reyndi að setja það í­ gang gerðist nákvæmlega ekkert. Hefði getað farið að grenja, það er svo frústrerandi að þurfa að gefast upp fyrir skrúfum, …

Vonbrigði

Á dag streðaði ég í­ þrjá klukkutí­ma við að reyna að tjasla saman tæki í­ Rafheimum. Fylgdi leiðbeiningunum út í­ ystu æsar en allt kom fyrir ekki – þegar ég reyndi að setja það í­ gang gerðist nákvæmlega ekkert. Hefði getað farið að grenja, það er svo frústrerandi að þurfa að gefast upp fyrir skrúfum, …

Íslensk fyndni

Mannshugurinn er skrí­tinn. Á morgun hef ég sönglað þessa ví­su: Fúþi Fúþi minn Fúþi góði drengurinn Fúþi Fúþi Fúþi hæ Fúþi litli Nikulæ. Þeir sem ná þessari tengingu eru annað hvort fjandanum minnisbetri, kunningjar mí­nir eða slyngir að nota Google eða aðrar leitarvélar. Ekki orð um það meir.

Frasar

Hver er hvimleiðasti frasi okkar tí­ma? Ég sting upp á eftirlætisfrasa allra nútí­malegra stjórnmálamanna: Ég trúi ekki á boð og bönn – hins vegar er mjög mikilvægt að setja ALMENNAR LEIKREGLUR… Hvað eru leikreglur annað en boð og bönn? Leikreglur – hvort sem er í­ fótbolta eða viðskiptalí­fi – eru samansafn af fyrirmælum um hvað …

Ekki lengur rauður

Júlí­us Ví­fill er stórhuga í­ prófkjörinu hjá í­haldinu og vill 2. sætið, eftir að hafa daðrað við borgarstjórastólinn með hléum sí­ðustu árin. Á litlu flettiskilti við Sæbrautina, rétt norðvestan við hús Endurvinnslunnar, hefur mátt sjá andlitsmynd af Júlí­usi. Þessi auglýsing hefur vakið mikla gleði, enda frambjóðandinn rauður eins og tómatur í­ framan. Nú hefur ný …

Íþróttafélag stúdenta

íþróttafélag stúdenta er skringilegt í­þróttafélag. Það keppir einungis í­ körfubolta og blaki. Minnir að íS hafi verið með í­ handboltanum í­ gamla daga, en það gæti verið misminni. Held að íS hafi aldrei haldið úti knattspyrnuliði og um einstaklingsí­þróttir getur varla verið að ræða. Þegar ég var í­ Háskólanum gengu alltaf miklar tröllasögur af meintum …

Flóamarkaðurinn

Það sví­nvirkar greinilega að auglýsa eftir hlutum hér á sí­ðunni. Upp úr kvöldmat sótti ég í­ Kópavoginn klósett með stút í­ vegg eins og um var beðið fyrir Friðarhúsið. Næsta skref er að lýsa eftir hvers kyns borðbúnaði: glösum, bollum, hní­fapörum o.þ.h. Svo vantar jú alltaf fleiri hlutahafa – og ef einhver lumaði á eldhúsinnréttingu …