Hannes Hólmsteinn á að greiða Jóni Ólafssyni 12 milljónir íslenskra króna fyrir að segja á heimasíðunni sinni að Jón hafi hagnast á fíkniefnaviðskiptum. Daily Telegraph á að greiða George Galloway 16 milljónir íslenskra króna fyrir að slá því upp á forsíðu að Galloway hafi þegið fúlgur fjár í mútugreiðslur frá Saddam Hussein. Nú er spurt: …
Monthly Archives: október 2005
Framfaramálið íslenska
Var fundarstjóri í hádeginu á stórskemmtilegum fyrirlestri Haraldar Bernharðssonar, þar sem hann velti því fyrir sér hvað væru framfarir og hvað afturför í þróun tungumála. Þar færði hann fyrir því rök að það væri mikið framfaraskref ef fólk myndi almennt fara að tala um hendi í staðinn fyrir hönd, ég vill í staðinn fyrir ég …
Skátar maka krókinn
Óvænt aukaafleiðing af eldhúsframkvæmdunum miklu á Mánagötu er komin fram. Fyrir breytingar var í íbúðinni heljarmikill skápur sem einvörðungu var notaður undir dósir og flöskur. Á þennan skáp var troðið eins og mögulegt var – uns á nokkurra mánaða fresti þurfti að keyra öllu klabbinu í Endurvinnsluna. Núna er enginn skápur. Bara smápláss undir vaskinum …
Sameiningarkosningar
Kosningarnar um helgina voru endurtekning á kosningunum sem Jóhanna Sigurðardóttir skipulagði sem félagsmálaráðherra. Niðurstaðan er ein sameining fyrir austan, Dalasýsla verður væntanlega einnig eitt sveitarfélag og spurning hvort naumur meirihluti í Öxarfjarðarhreppi við stóra sameiningu verði mönnum hvati til að reyna að sameina hreppinn við Raufarhafnarhrepp. – Sú hagræðing sem af þessum sameiningum hlýst mun …
Mikilvægar dagsetningar
Dagsetningar geta verið mikilvægar. Fáar dagsetningar eru þó mikilvægari en „best fyrir“-leiðbeiningarnar á sumum matvælum. Um níuleytið í gær át ég síðbúinn kvöldverð – jógúrt úr ísskápnum. Meðan ég át hana hugsaði ég með mér að þetta væri nú ekki bragðgóður kvöldverður. Tuttugu mínútum síðar var ég orðinn það eirðarlaus í maganum að ég ákvað …
Siglt með straumnum
Mér tókst að leiða þennan klukk-þú-ert´ann-leik hjá mér ansi lengi, en þar sem farið er að ítreka áskoranir og ragmana mig, skal ég birta þennan helv. fimm atriða lista. Held að þetta séu allt áður óþekkt eða tiltölulega lítið þekkt atriði um mig: i) Ég held að ég hafi aldrei stundað búðahnupl sem krakki, þrátt …
Samhengi hlutanna…
Á gær tilkynnti Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður að hann ætlaði að gefa kost á sér sem leiðtogi Framsóknarmanna í Kópavogi og þar með væntanlega bæjartstjóraefni. Á dag er tilkynnt að Kópavogsbær ætli að stofna sína eigin sjónvarpsstöð. Þarf frekari vitnanna við? – Erum við að tala um stanslausa útsendingu á þáttum um hestaíþróttir í umsjón …
Vitur eftir á
Halldór ígrímsson segir í viðtali við Blaðið í dag um íraksstríðið að það sé auðvelt að vera vitur eftir á. Þetta eru mikil sannindi. Gott að vita að forsætisráðherra lesi málshættina í páskaeggjunum sínum með athygli. En hvað með að ræða um þá sem voru vitrir fyrir fram? Hvernig í ósköpunum getur ófullur maðurinn haldið …
Fuglaflensan
Á allan dag hefur verið sagt frá því í fréttum að bandarískir vísindamenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Spænska veikin hafi upphaflega verið fuglaflensa frá Austurlöndum fjær. Uhh… ég hélt að ALLAR inflúensur ættu upptök sín hjá fuglum þarna austur frá. Frá þessu er samt sagt eins og gríðarlegri uppgötvun! Ég held að það …
Fötlun okkar Guðna
Við Guðni ígústsson eigum við sömu fötlun að stríða. DV veltir sér upp úr þessum takmörkunum Guðna á baksíðu í gær með stækkaðri ljósmynd. Kannski má ég eiga von á sömu meðhöndlun í framtíðinni ef ég álpast í að taka þátt í opinberri undirritun samninga. VIð Guðni kunnum sem sagt hvorugur að halda almennilega á …