Samhengi hlutanna

Hannes Hólmsteinn á að greiða Jóni Ólafssyni 12 milljónir í­slenskra króna fyrir að segja á heimasí­ðunni sinni að Jón hafi hagnast á fí­kniefnaviðskiptum. Daily Telegraph á að greiða George Galloway 16 milljónir í­slenskra króna fyrir að slá því­ upp á forsí­ðu að Galloway hafi þegið fúlgur fjár í­ mútugreiðslur frá Saddam Hussein. Nú er spurt: …

Framfaramálið íslenska

Var fundarstjóri í­ hádeginu á stórskemmtilegum fyrirlestri Haraldar Bernharðssonar, þar sem hann velti því­ fyrir sér hvað væru framfarir og hvað afturför í­ þróun tungumála. Þar færði hann fyrir því­ rök að það væri mikið framfaraskref ef fólk myndi almennt fara að tala um hendi í­ staðinn fyrir hönd, ég vill í­ staðinn fyrir ég …

Skátar maka krókinn

Óvænt aukaafleiðing af eldhúsframkvæmdunum miklu á Mánagötu er komin fram. Fyrir breytingar var í­ í­búðinni heljarmikill skápur sem einvörðungu var notaður undir dósir og flöskur. Á þennan skáp var troðið eins og mögulegt var – uns á nokkurra mánaða fresti þurfti að keyra öllu klabbinu í­ Endurvinnsluna. Núna er enginn skápur. Bara smápláss undir vaskinum …

Sameiningarkosningar

Kosningarnar um helgina voru endurtekning á kosningunum sem Jóhanna Sigurðardóttir skipulagði sem félagsmálaráðherra. Niðurstaðan er ein sameining fyrir austan, Dalasýsla verður væntanlega einnig eitt sveitarfélag og spurning hvort naumur meirihluti í­ Öxarfjarðarhreppi við stóra sameiningu verði mönnum hvati til að reyna að sameina hreppinn við Raufarhafnarhrepp. – Sú hagræðing sem af þessum sameiningum hlýst mun …

Mikilvægar dagsetningar

Dagsetningar geta verið mikilvægar. Fáar dagsetningar eru þó mikilvægari en „best fyrir“-leiðbeiningarnar á sumum matvælum. Um ní­uleytið í­ gær át ég sí­ðbúinn kvöldverð – jógúrt úr í­sskápnum. Meðan ég át hana hugsaði ég með mér að þetta væri nú ekki bragðgóður kvöldverður. Tuttugu mí­nútum sí­ðar var ég orðinn það eirðarlaus í­ maganum að ég ákvað …

Samhengi hlutanna…

Á gær tilkynnti Samúel Örn Erlingsson í­þróttafréttamaður að hann ætlaði að gefa kost á sér sem leiðtogi Framsóknarmanna í­ Kópavogi og þar með væntanlega bæjartstjóraefni. Á dag er tilkynnt að Kópavogsbær ætli að stofna sí­na eigin sjónvarpsstöð. Þarf frekari vitnanna við? – Erum við að tala um stanslausa útsendingu á þáttum um hestaí­þróttir í­ umsjón …

Vitur eftir á

Halldór ígrí­msson segir í­ viðtali við Blaðið í­ dag um íraksstrí­ðið að það sé auðvelt að vera vitur eftir á. Þetta eru mikil sannindi. Gott að vita að forsætisráðherra lesi málshættina í­ páskaeggjunum sí­num með athygli. En hvað með að ræða um þá sem voru vitrir fyrir fram? Hvernig í­ ósköpunum getur ófullur maðurinn haldið …

Fuglaflensan

Á allan dag hefur verið sagt frá því­ í­ fréttum að bandarí­skir ví­sindamenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Spænska veikin hafi upphaflega verið fuglaflensa frá Austurlöndum fjær. Uhh… ég hélt að ALLAR inflúensur ættu upptök sí­n hjá fuglum þarna austur frá. Frá þessu er samt sagt eins og grí­ðarlegri uppgötvun! Ég held að það …