Ef ég lendi í því einhvern daginn að stofna pöbb, þá myndi ég líklega kalla hann ílkuhól. Lúxusvandamál? # # # # # # # # # # # # # Skiltamálun hjá SHA í Friðarhúsi fimmtudagskvöld. Það eru alltaf skemmtilegar samkomur. # # # # # # # # # # # # # …
Monthly Archives: nóvember 2005
Eign er glæpur
Það er ekki hægt að halda úti bloggi eins lengi og raunin er með þessa síðu án þess að segja sömu brandara oftar en einu sinni. Ætla þess vegna að láta flakka kersknisögu sem ég er viss um að hefur birst áður. Doug félagi minn í Edinborg, öðlingur og snillingur, er líklega frekar vinstrisinnaður á …
Leir
Á útvarpinu mátti áðan heyra Helga Björns syngja: Fegurstu rósir – af runnum hins liðna, færi ég henni – ef ég nenni. Hvers vegna senda menn frá sér svona hnoð? # # # # # # # # # # # # # Steinunn fór á ÖBí-fund í byrjun dags, eins og boðað hafði verið …
Spilagosar
Fyrir skömmu fékk ég nokkur eintök af fótboltaspilinu Spark frá útgefanda, til að koma á vini og vandamenn. Um þessar mundir er ég að fá viðbrögð frá þeim sem fengu spil í hendurnar og þau er býsna góð. Allra harðsnúnustu fótboltanördar segjast reyndar vera fullfljótir að fara í gegnum allt spilaborðið. Þeim er bara bent …
Aftur á uppleið
Eftir fjóra tapleiki í röð, er Luton að braggast. Við unnum Crewe á þriðjudagskvöldið og lögðum Crystal Palace í gær, að sögn á mjög sannfærandi hátt. Ég var farinn að halda að tímabilið væri að renna út í sandinn, en þessi úrslit gera það að verkum að allt er ennþá mögulegt. Næsta laugardag mætum við …
Málsverðurinn
Málsverðurinn í Friðarhúsinu tókst frábærlega í kvöld. Sjávarréttasúpan sem Sigríður Gunnlaugsdóttir bauð upp á var stórkostleg einu orði sagt. Betri mat hef ég ekki borðað fyrir þúsundkall. Nýhil-liðið mætti á svæðið að kynna nýju bækurnar sínar. Ég fékk eintakið mitt í hendur og mun lesa í desember. Haukur Már og Guðrún Eva Mínervudóttir lásu upp. …
Nálykt
Viðbjóður! Hryllingur! Morð! Frystiskápur nágranna okkar bilaði. Hann stóð í geymslunni þeirra innaf þvottahúsinu í kjallaranum. Hann var fullur af mat. Einkum kjöti, fiski, slátri o.þ.h. Lyktin er ógeðsleg. Þetta er eitthvað það versta sem ég hef séð. # # # # # # # # # # # # # Allir góðir menn mæta …
Met
Á dag sló ég persónulegt met. Mér tókst að halda uppi samræðum við fimm manns í einu á MSN. Já, FIMM manns. Það er ekki amalegt. Á dag sló Ólína líka persónulegt met. Hún skeit þrisvar, sama daginn. Já, ÞRISVAR sinnum. Það var vibbalegt. Svona reyna allir að bæta sig. Hver á sínu sviði. # …
Skipulagsbreytingar hjá Mogganum
Mér hefur alltaf fundist viðskiptafréttir í fjölmiðlum minna mig á íþróttafréttir, þar sem hlutabréfagengi kemur í stað knattspyrnuúrslita. Mogginn hefur greinilega ákveðið að tileinka sér þetta, amk. mátti áðan sjá þessa frétt á mbl.is: íþróttir | mbl.is | 24.11.2005 | 16:09 Krónan veiktist í dag um 0,58% Gengi krónunnar veiktist um 0,58% í dag, samkvæmt …
Efnahagsmál
Nú er ég algjör vitleysingur þegar kemur að efnahagsmálum. Ef ég vissi eitthvað um efnahagsmál, þá myndi ég kannski skilja hvernig stendur á því að önnur hver auglýsing í sjónvarpi og blöðum er frá peningastofnunum sem bjóða lán – en á sama tíma eigum við að vera klökk af þakklæti í garð sömu stofnanna fyrir …