Enn um öryrkja

Egill svarar í­ athugasemdsakerfinu færslu minni um öryrkja með því­ að spyrja hvað valdi hinni óskaplegu fjölgun þeirra og ígúst Flygenring bætir um betur með því­ að kalla það mikla blindu að loka augunum fyrir því­ að bótakerfið sé misnotað.

Þetta tekur reyndar ekki á aðalatriðinu í­ hinni upphaflegu gagnrýni minni, sem fólst í­ því­ að segja það ótækt þegar umræðan um málefni þjóðfélagshóps byggist á almennum flökkusögnum um ónafngreinda einstaklinga sem allir þykjast vita af, en reynast oft ekki finnast þegar betur er gáð.

Hugsum okkur t.d. ef umræðan um fjölmiðlafrumvarpið hefði verið á þessum nótum – stuðningsmenn fjölmiðlafrumvarpsins hefðu mætt í­ spjallþætti og þusað um að „allir vissu af blaðamönnum á ótilgreindum fjölmiðlum sem væru daginn út og inn að breyta fréttum, skrökva og ljúga til að sætta eigendur sí­na“. Rökin: „kunningi minn sagði mér frá blaðamanni sem aldrei semur neitt sjálfur, heldur tekur við fréttum frá fjölmiðlafulltra eigendanna og kvittar nafnið sitt undir gegn greiðslu“, hefðu ekki þótt tæk.

Dylgju- og flökkusagnastí­llinn er ónothæfur í­ málefnalegri umræðu því­ hann gefur andstæðingnum ekki færi á að koma við vörnum. Umræða á planinu: „ég þekki fullt af liði sem er að svindla á kerfinu“ – „nú, ég þekki ekki neinn sem það gerir“ – á meira skylt við skraf við eldhúsborðið en vitrænar umræður.

Að mí­nu mati eru umræðan um fjölgun öryrkja annars vegar en svindl í­ bótakerfinu hins vegar tvö aðskilin mál. Á því­ felst engin „blinda“ eða „afneitun á staðreyndum“. Það er engin þversögn í­ því­ fólgin að telja almannatryggingakerfið virka en viðurkenna á sama tí­ma að flestir reyni að fá sem mest út úr því­. Þannig virkar t.d. einkarekna tryggingakerfið. Þeir sem klessa bí­linn sinn eða lenda í­ innbroti reyna í­ það minnsta sjaldnast að gera minna úr tjóni sí­nu en efni standa til. Teljum við þá að þetta tryggingakerfi sé ónýtt og að þeir sem þiggja bætur frá VíS og Sjóvá séu að rústa kerfinu? Ekki verð ég mikið var við þá umræðu.

Menn mega svo sem vera andvaka á nóttunni yfir því­ að öryrkjum sé að fjölga eða hafa þungar áhyggjur af þeim sem eru að svindla. En forsenda þess að menn geti spyrt þetta tvennt saman – að umfangsmikið svindl sé veigamikil orsakaskýring á fjölguninni er sú að menn telji að svikahrapparnir séu ekki bara einn skúrkur þar og annar hér, heldur hlaupi þeir á þúsundum.

Ef sú er raunin – að mörgþúsund manns séu á bótum vegna leti, þrátt fyrir að vera fullkomlega vinnufærar – þá ætti að vera auðvelt að benda á þann hóp. Það yrði þá ekki gert með því­ að draga fram sögur um ónafngreinda nágranna eða kunningja, heldur með því­ að benda á þá sjúkdómsflokka sem skýri þetta óheyrilega svindl.

Menn verða þá að treysta sér til að segja: 2 þúsund manns eru á örorkubótum vegna geðsjúkdóma. Af þeim hljóta 500 að vera að plata. 3 þúsund eru á bótum vegna taugasjúkdóma. Þriðjungurinn hlýtur að vera að gera sér upp veikindi. Blindir og sjónskertir teljast vera þúsund talsins. 400 þeirra hljóta að sjá andskotans nóg til að geta fengið sér vinnu… (Ath. þessar tölur eru tilbúningur.)

Með öðrum orðum, EF óskapleg aukning öryrkja skýrist af verulegu leyti af svikahröppum þá ætti að vera hægt að sjá hvar þau svik eiga sér stað. Það kallar hins vegar á að menn setji sig inn í­ málin og ræði þau vitrænt í­ stað þess að halda sig á dylgju- og flökkusagnaplaninu.

Svo er annað mál hvort fjölgun öryrkja sé í­ raun „óskapleg“ eins og Egill staðhæfir? Nú er Ísland (ásamt hinum Norðurlöndunum) í­ hópi þeirra landa í­ heiminum sem hefur hæst atvinnuhlutfall, þ.e. að hærra hlutfall fullorðinna er á vinnumarkaði hér en gerist og gengur. Það er nú ekki tölfræði sem maður myndi búast við í­ landi sem er að sligast af letihaugum sem hanga heima á bótum.

Hvað er eðlilegt hlutfall öryrkja í­ einu samfélagi? Er það 1%, 3% eða 7%? Er kannski ekki til nein einföld regla heldur fari það eftir aðstæðum?

Að sumu leyti getur betra heilbrigðiskerfi leitt til fjölgunar öryrkja. Fyrir þrjátí­u árum var t.d. krabbamein dauðadómur og áví­sun á stutt dauðastrí­ð. Á dag læknum við fjölda fólks af krabbameini, en með þeim afleiðingum að fjöldi fólks lifir með skerta starfsorku.

Sennilega er þó stærstur hluti aukningarinnar skráningarlegs eðlis. Fólk sem rétt hefur á örorkumati sækir það frekar nú en áður, t.d. vegna þess að örorkumat hefur áhrif á kostnaðarhlut vegna lyfja. Það er dæmi um að „sparnaðaraðgerð“ í­ heilbrigðiskerfinu leiði til útgjalda í­ bótakerfinu í­ staðinn.

Aldurstengdar örorkubætur og flókið matskerfi sem gerir það að verkum að talsverðan tí­ma tekur að komast inn í­ kerfið (einnig tilraun til sparnaðar) gerir það að verkum að fólki er refsað fyrir að „harka af sér“. Það er skynsamlegra fyrir sjúklinga að fá strax örorkumatið – til að geta farið á bætur um leið og þeir hætta að geta unnið í­ stað þess að þurfa að hætta að vinna af heilsufarsástæðum og fara þá fyrst í­ gegnum matsferlið og vera jafnvel tekjulausir í­ einhverja mánuði.

Þess utan má ekki blanda saman fjölda þeirra sem hafa fengið örorkumat og útgjöldum rí­kisins vegna þessa.

Greiðslur til öryrkja eru einkum samansettar úr 4-5 þáttum.

i) Sjálfar örorkubæturnar, sem allir fá. Ef við Egill Helgason myndum finna lækni til að skrifa upp á að við værum öryrkjar, t.d. vegna bakverkja sem erfitt er að afsanna, þá fengjum við örorkubætur sem eru kannski 15 þús. á mánuði. Þetta er ekki það sem er að sliga þjóðarbúið.

ii) Tekjutrygging og tekjutryggingarauki bætist við hjá þeim sem hafa engar aðrar tekjur en örkorkubæturnar. Tekjutryggingin skerðist ekki lengur vegna tekna maka, en tekjutryggingaraukinn gerir það hins vegar. Þetta eru álí­ka háar upphæðir.

iii) Húsnæðisuppbót fá aðeins þeir sem sem búa einir. Um leið og fleiri eru skráðir til heimilis á sama stað fellur uppbótin niður. Þar skiptir ekki máli hvort menn búi heima hjá foreldri eða leigi með vandalausum.

iv) Bí­lastyrk fá þeir sem hafa læknisvottorð um að þeir þurfi bí­l vegna fötlunar sinnar. Það er ekki nema hluti öryrkja.

Með öðrum orðum, þá má segja að þeir einu sem eru í­ toppaðstöðu til að svindla á kerfinu séu einstæðingar sem geta unnið svarta vinnu án þess að upp um þá komist.

Auðvitað eru þeir til, en til að þessi hópur geti skýrt meinta ofþenslu í­ örorkubótakerfinu þyrftu þeir að hlaupa á þúsundum. Trúi því­ hver sem vill.