Lengjan

Hvernig væri að Íslenskar getraunir tækju þjóðmál inn á Lengjuna? Hver vinnur prófkjörið í­ Kópavogi: Ómar eða Smúli? Fer herinn eða situr hann sem fastast? Tekst rjúpnaskyttum að hreinsa upp stofninn fyrir jól?

Auðvitað eru sum mál of fyrirsjáanleg til að hægt væri að veðja um þau. Eins og spurningin: Mun ASÁ loksins sverfa til stáls og rifta samningum, í­ stað þess að lyppast niður á sí­ðustu metrunum og kokgleypa allt? – Ætli nei-stuðullinn yrði ekki 1,00?

# # # # # # # # # # # # #

Á dag var ég bæði beðinn um að dæma Morfís-keppni og taka að mér þjálfun Gettu betur-liðs. Ég hafnaði hvoru tveggja, en í­ eitt augnablik fannst mér ég vera 22 ára á ný.

# # # # # # # # # # # # #

Ég tel niður dagana þar til ég kemst í­ feðraorlof. Á millití­ðinni þarf ég reyndar að gera fjári margt.