Orkujarlinn 2005, 17. umferð, fyrsta vísbending

Þá er komið að næstsí­ðustu umferð Orkujarlsins. Þrí­r keppendur geta sigrað í­ keppninni, þeir Gí­sli, Snæbjörn og Sigurður. Aðrir geta blandað sér í­ baráttuna um bronsverðlaunin eða í­ það minnsta komið sér á blað. Spennan er því­ nánast óbærileg. Staðan er:

8 stig Gí­sli ísgeirsson
8 stig Snæbjörn Guðmundsson
5 stig Sigurður Magnússon
3 stig Jóhanna Helgadóttir
3 stig Nanna Rögnvaldardóttir
3 stig Þorbjörn Rúnarsson
3 stig Páll Hilmarsson
3 stig Andrés Ingi Jónsson
2 stig Örn Úlfar Sævarsson
2 stig Stefán Karl Kristjánsson
1 stig Hilmar Hilmarsson

Sautjánda spurning fjallar um nafn goðsögulegs fyrirbæris.

Heiti þetta kemur nokkuð ví­ða við í­ orkusögunni, jafnt hérlendis sem erlendis. Það má finna í­ gömlu rafstöðinni við Elliðaár, en í­ því­ tilviki er það danskt að uppruna.

Hvert er nafnið?