Ég er búinn að búa til samsæriskenningu varðandi Jóns Ólafssonar-viðtalið.
Páll Magnússon og hans gamli vinnuveitandi kokkuðu upp auglýsingabrellu. Blása af viðtal með miklum látum á síðustu stundu – til að hálf þjóðin trúi því að kippt hafi verið í spotta úr stjórnarráðinu.
Daginn eftir er svo blaðamannafundur vegna útkomu bókarinnar sem verður rifin út.
Tóm sviðsetning allt saman!
Góð kenning?