Á næsta ári verða tuttugu ár frá því að Reykjavíkurborg gaf út borgar- og bæjarfulltrúatal. Sú útgáfa var reyndar ekki gallalaus, þannig kom ekki fram fyrir hvaða stjórnmálaflokka einstakir fulltrúar hefðu verið kjörnir og ferilsskrárnar voru ekki mjög samræmdar, sumar hverjar örstuttar aðrar fullítarlegar. Þá hefði verið gagn af ýmsum listum og töflum í bókarlok, s.s. um úrslit kosninga, nefndaskipan o.þ.h.
Nú vantar tilfinnanlega endurskoðaða útgáfu af þessu riti, þar sem eldri upplýsingar yrðu endurskoðaðar og nýjum nöfnum bætt við. Þetta mætti gefa út í síðasta lagi á 225 ára afmæli borgarinnar, helst fyrr. Spurning hvort borgin geti ekki ráðið Steina Páls í djobbið um leið og hann er búinn að klára skrifin fyrir Alþingi?
# # # # # # # # # # # # #
Páll Baldvin getur verið grimmur í DV-skrifum sínum. Um daginn gerði hann stólpagrín að Agli Helgasyni. Á dag tekur hann skáldsögu Eiríks Bergmanns af lífi. Langt síðan ég hef séð bók slátrað jafnrækilega.