Verkefni fyrir borgina

Á næsta ári verða tuttugu ár frá því­ að Reykjaví­kurborg gaf út borgar- og bæjarfulltrúatal. Sú útgáfa var reyndar ekki gallalaus, þannig kom ekki fram fyrir hvaða stjórnmálaflokka einstakir fulltrúar hefðu verið kjörnir og ferilsskrárnar voru ekki mjög samræmdar, sumar hverjar örstuttar aðrar fullí­tarlegar. Þá hefði verið gagn af ýmsum listum og töflum í­ bókarlok, s.s. um úrslit kosninga, nefndaskipan o.þ.h.

Nú vantar tilfinnanlega endurskoðaða útgáfu af þessu riti, þar sem eldri upplýsingar yrðu endurskoðaðar og nýjum nöfnum bætt við. Þetta mætti gefa út í­ sí­ðasta lagi á 225 ára afmæli borgarinnar, helst fyrr. Spurning hvort borgin geti ekki ráðið Steina Páls í­ djobbið um leið og hann er búinn að klára skrifin fyrir Alþingi?

# # # # # # # # # # # # #

Páll Baldvin getur verið grimmur í­ DV-skrifum sí­num. Um daginn gerði hann stólpagrí­n að Agli Helgasyni. Á dag tekur hann skáldsögu Eirí­ks Bergmanns af lí­fi. Langt sí­ðan ég hef séð bók slátrað jafnrækilega.