Skemmtilegur fundur

Fyrirlesturinn minn á hádegisfundi Verkfræðingafélagsins gekk vel að mér fannst. Um 70 manns mættu, sem var mun meira en ég bjóst við.

Hópurinn virtist áhugasamur og umræðurnar á eftir voru fí­nar – þó reyndar væri á tí­mabili reynt að draga mig inn í­ einhverjar umræður um hvort rétt væri að sameina Verkfræðingafélagið og Tæknifræðingafélagið – ekki hef ég neina skoðun á því­ máli.