Edison

Fí­nn hópur í­ Rafheimum. Tólf ára krakkar úr Breiðagerðisskóla, raunar svo stillt að manni þykir nóg um.

Enginn hafði heyrt um þennan Edison sem sagður var hafa fundið upp ljósaperuna. Newton og Einstein voru báðir tilnefndir í­ því­ sambandi.

Þetta er ekki í­ fyrsta skipti sem ég kem að tómum kofanum hjá krökkum þegar Edison berst í­ tal. Fyrir tuttugu árum þekktu allir Edison og vissu að hann hefði berið skussi í­ skóla en komist í­ álnir með því­ að finna upp skrilljón hluti.

Ætli ævisaga Edisons hafi ekki almennt verið fyrsta ævisagan sem krakkar á mí­num aldri lásu? Sjálfur las ég hana mjög snemma. Er samt ekki fjarri því­ að ævisaga Stalí­ns hafi verið á undan í­ röðinni (já, ég veit – það hljómar ekkert sérstaklega vel).