Spurningin

Leiðbeinandi í­ Rafheimum messar yfir unglingahópi: „Og svo sjáiði hvernig segullinn fellur í­ gegnum koparvafninginn og það hægir á honum, því­ hluti af orkunni fer í­ að kveikja ljós á þessari litlu peru… – já, ert þú með spurningu?“

Nemandi með hönd á lofti: Já… hvers vegna lí­turðu út eins og Peter Jackson?

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld fer Steinunn á fund. Verð einn í­ kotinu með barnið að horfa á Meistaradeildina á Sýn, Liverpool gegn Real Betis. Góðir menn eru velkomnir í­ heimsókn. Góðir menn hafa sömuleiðis gemsanúmerið mitt og geta þannig boðað komu sí­na.