Mér hefur alltaf fundist viðskiptafréttir í fjölmiðlum minna mig á íþróttafréttir, þar sem hlutabréfagengi kemur í stað knattspyrnuúrslita. Mogginn hefur greinilega ákveðið að tileinka sér þetta, amk. mátti áðan sjá þessa frétt á mbl.is:
íþróttir | mbl.is | 24.11.2005 | 16:09
Krónan veiktist í dag um 0,58%
Gengi krónunnar veiktist um 0,58% í dag, samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka. Við upphaf viðskipta var gengisvísitalan 104,1 og við lokun stóð hún í 104,70. Velta á millibankamarkaði nam rúmum 14,427 milljörðum króna. Gengi dollarans er 63,15 krónur, pundsins 108,87 og evrunnar 74,45.
* * *
Já, Sigmundur Ó. Steinarsson & co. munu fara létt með að flytja bissnes-fréttirnar eftirleiðis, um það er ég ekki í nokkrum vafa.