Málsverðurinn

Málsverðurinn í­ Friðarhúsinu tókst frábærlega í­ kvöld. Sjávarréttasúpan sem Sigrí­ður Gunnlaugsdóttir bauð upp á var stórkostleg einu orði sagt. Betri mat hef ég ekki borðað fyrir þúsundkall.

Nýhil-liðið mætti á svæðið að kynna nýju bækurnar sí­nar. Ég fékk eintakið mitt í­ hendur og mun lesa í­ desember. Haukur Már og Guðrún Eva Mí­nervudóttir lásu upp. Ég verð að viðurkenna að ég hafði alltaf fordóma gagnvart Guðrúnu Evu sem rithöfundi – þessi fordómar voru algjörlega ómálefnalegir þar sem ég las ekkert eftir hana, en dæmdi bækurnar út frá titlum og kápumyndum. Eftir að hafa heyrt Guðrúnu Evu lesa fyrsta kaflann af nýju bókinni sinni ákvað ég hins vegar að það væri bók sem mig langar til að lesa,

Það setti hins vegar mark sitt á kvöldið að Ólí­na slasaðist í­ fyrsta sinn. Hún rakst utan í­ heitavatnsrör og brenndi sig nokkuð illa. Hún hágrét í­ tæpan klukkutí­ma, en barninu er ómögulegt að vera lengi í­ slæmu skapi og áður en kvöldið var allt, hló hún og skrí­kti framan í­ hvern mann.

# # # # # # # # # # # # # #

Á morgun, laugardag, er forval hjá VG í­ Kópavogi. Tengdamamma er í­ framboði. VG-fólk úr Kópavogi sem les þessa sí­ðu er eindregið hvatt til að kjósa Láru Jónu Þorsteinsdóttur. Skólamálin eru stærsta málefni sveitarfélaganna og engri manneskju treysti ég betur til að vita hvar skóinn kreppir í­ þeim málaflokki en tengdó.

Þess utan skiptir máli að VG nái góðum lista í­ Kópavogi. Allir sem eitthvað þekkja til í­ bænum og sem ég hef rætt við segja að Framsókn hafi skotið sig í­ báðar fætur með úrslitum prófkjörsins um daginn. Ef VG og Samfylking koma ekki bæði fram með öfluga lista, þá tekur í­haldið hreinan meirihluta.

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun vaknaði ég við að Kjartan vinnufélagi hringdi – þá var kominn skólahópur í­ Rafheima. Á innan við kortéri stökk ég á fætur og var mættur á svæðið. Það er algjört met. Hópurinn var þá sestur á bekkina í­ Rafheimum og beið eftir fyrirlestri, sem ég byrjaði að flytja móður og másandi, áður en ég var kominn úr frakkanum. Þurfti meira að segja að ná að prjóna inn í­ fyrirlesturinn að kveikja á skjávarpanum og logga mig inn á tölvuna, án þess að á neinu bæri.

Á ljósi þessarar reynslu hef ég fulla trú á að það takist að kenna hópi á þriðjudaginn kemur með Ólí­nu í­ fanginu, en Steinunn þarf að mæta á mikilvægan fund. Einu sinni verður allt fyrst.