Aftur á uppleið

Eftir fjóra tapleiki í­ röð, er Luton að braggast. Við unnum Crewe á þriðjudagskvöldið og lögðum Crystal Palace í­ gær, að sögn á mjög sannfærandi hátt. Ég var farinn að halda að tí­mabilið væri að renna út í­ sandinn, en þessi úrslit gera það að verkum að allt er ennþá mögulegt.

Næsta laugardag mætum við toppliði Reading á útivelli og vikuna þar á eftir Southampton í­ beinni á Sky.

# # # # # # # # # # # # #

Spurningakeppnin í­ Friðarhúsinu tókst vonum framar. Hugsanlega verður komið upp þeirri venju að birta spurningarnar á Friðarvefnum að keppni lokinni. Það yrði amk. nánar auglýst hér ef af yrði.