Leir

Á útvarpinu mátti áðan heyra Helga Björns syngja:

Fegurstu rósir – af runnum hins liðna,
færi ég henni – ef ég nenni.

Hvers vegna senda menn frá sér svona hnoð?

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn fór á ÖBí-fund í­ byrjun dags, eins og boðað hafði verið hérna. Ég fékk því­ það hlutverk að gefa Ólí­nu morgungrautinn og taka hana svo með í­ vinnuna. Fyrri hluti verkefnisins reyndist þrautin þyngri. Barnið er á því­ skeiði að vita ekkert skemmtilegra en að frussa liðlega helmingnum af öllum mat út úr sér aftur. Ég skipti um bol í­ miðjum morgunverði til að bjarga því­ sem bjargað varð.

Það var hins vegar stórskemmtilegt að hafa grí­sinn með í­ vinnunni. Nú gæti ég farið í­ svefni með fyrirlesturinn sem ég nota oftast í­ Rafheimum, að halda á Ólí­nu í­ annarri hendi og halda henni góðri í­ gegnum 45 mí­nútna prógram án þess að slá af og reyna að missa ekki athygli bekkjarins þótt stöku hljóð heyrðust frá krakkanum – það var stórskemmtileg reynsla. Segir samt sí­na sögu um hversu ótrúlega skapgóð stelpan er að hún hafi látið bjóða sér þetta.

# # # # # # # # # # # # #

Það er kominn nýr bjór í­ Rí­kið. Hann heitir Zywiec og er pólskur. Það er ekki slæmt. Minnist þess ekki að hafa fyrr sér pólskan bjór til sölu hérna.

# # # # # # # # # # # # #

Færsla Þóris um Stefán Jón Hafstein í­ Che-bolnum sí­num er vissulega kómí­sk. Ætli þetta sé útpælt af í­myndarfræðingum SJH – að reyna að vera rokkaðri og unglegri en Dagur Bé í­ prófkjörsslagnum hjá krötunum?