Á vor átti ég að halda fyrirlestur í tengslum við afmæli Leonardó-áætlunarinnar. Hann var blásinn af og raunar mestöll dagskráin þegar enginn lét sjá sig aðrir en fyrirlesarar. Það er eins og mig minni að ég hafi ekki einu sinni fengið borgað fyrir umstangið. Jón Gunnar á Vísindavefnum frétti af þessum fyrirlestri og hefur í …
Monthly Archives: nóvember 2005
Spurningin
Leiðbeinandi í Rafheimum messar yfir unglingahópi: „Og svo sjáiði hvernig segullinn fellur í gegnum koparvafninginn og það hægir á honum, því hluti af orkunni fer í að kveikja ljós á þessari litlu peru… – já, ert þú með spurningu?“ Nemandi með hönd á lofti: Já… hvers vegna líturðu út eins og Peter Jackson? # # …
Sprikl
Sit við tölvuna, klukkan langt gengið í eitt á þriðjudagskvöldi. Það er bara venjulegt, því á þriðjudögum spila ég fótbolta til kl. 23 og hef því enga möguleika á að sofna fyrr en eftir 1-2 bjóra, netráp og fótboltagláp á Sýn. Þriðjudagsboltinn er sá fasti punktur í tilverunni sem mér finnst verst að missa af. …
Afturför
Þessa dagana fer barninu aftur. …eða öllu heldur – hún FER AFTUR Á BAK. Ef Ólína er sett á bakið, veltir hún sér á magann – unir sér í nokkra stund þannig og fer þá annað hvort að kvarta eða reynir að skríða áfram til móts við eitthvert furðuverkið. Vandinn er að bakkgírinn virðist byrja …
Edison
Fínn hópur í Rafheimum. Tólf ára krakkar úr Breiðagerðisskóla, raunar svo stillt að manni þykir nóg um. Enginn hafði heyrt um þennan Edison sem sagður var hafa fundið upp ljósaperuna. Newton og Einstein voru báðir tilnefndir í því sambandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég kem að tómum kofanum hjá krökkum þegar Edison …
Bókajól
íður en jólaverslunin fer á fullt er ég að spá í að rölta niður í Mál og menningu og skipta Söguatlasnum sem ég fékk í verðlaun í spurningakeppninni hans Ólafs Bjarna. Hef verið að veta því fyrir mér hvaða bækur skuli velja í staðinn. Þar sem Jón Ólafur ísberg er annar af höfunudum Söguatlasins finnst …
Skemmtilegur fundur
Fyrirlesturinn minn á hádegisfundi Verkfræðingafélagsins gekk vel að mér fannst. Um 70 manns mættu, sem var mun meira en ég bjóst við. Hópurinn virtist áhugasamur og umræðurnar á eftir voru fínar – þó reyndar væri á tímabili reynt að draga mig inn í einhverjar umræður um hvort rétt væri að sameina Verkfræðingafélagið og Tæknifræðingafélagið – …
Jón Ólafsson
Íslensk stjórnmál útskýrð fyrir útlendingi: Útlendingur: Hver er þessi náungi sem er alltaf verið að tala við í öllum spjallþáttum núna? Heimamaður: Hann er kaupsýslumaður sem hefur átt í erjum við háttsetta stjórnmálamenn. Hann var að láta gefa út um sig bók, þar sem látið er að því liggja hann hafi reynt að skipta um …
Ástralir á HM
Jæja, þá eru ístralir komnir á HM, á kostnað Uruguay sem ég hef oft haldið með á stórmótum (vegna aðdáunar minnar á Enzo Fransescoli á sínum tíma). ístralir léku á HM 1974 (sem einmitt fór líka fram í Þýskalandi). Nú ættu þeir fjandakornið að ná að standa sig betur. Síðdegis leika svo Bahrain og Trinidad …
Oft þarf bara einn hlut…
Á kvöld litu gömlu úr Frostaskjólinu í heimsókn á Mánagötuna, klyfjuð verkfærum. Markmiðið var að ganga frá ýmsum smáverkefnum sem hafa verið látin sitja á hakanum: negla upp myndir og smáhluti, skrúfa saman barnastól, setja upp reykskynjara, ryðja til mublum o.s.frv. Allt eru þetta smáverkefni sem ég hef ekki haft mig í hjálparlaust. Það er …