Samsæriskenning

Ég er búinn að búa til samsæriskenningu varðandi Jóns Ólafssonar-viðtalið. Páll Magnússon og hans gamli vinnuveitandi kokkuðu upp auglýsingabrellu. Blása af viðtal með miklum látum á sí­ðustu stundu – til að hálf þjóðin trúi því­ að kippt hafi verið í­ spotta úr stjórnarráðinu. Daginn eftir er svo blaðamannafundur vegna útkomu bókarinnar sem verður rifin út. …

Verkefni fyrir borgina

Á næsta ári verða tuttugu ár frá því­ að Reykjaví­kurborg gaf út borgar- og bæjarfulltrúatal. Sú útgáfa var reyndar ekki gallalaus, þannig kom ekki fram fyrir hvaða stjórnmálaflokka einstakir fulltrúar hefðu verið kjörnir og ferilsskrárnar voru ekki mjög samræmdar, sumar hverjar örstuttar aðrar fullí­tarlegar. Þá hefði verið gagn af ýmsum listum og töflum í­ bókarlok, …

Glöggt er gests augað?

Þegar Wales-verjinn Llion var í­ heimsókn á skerinu fyrir skömmu, gerðum við Steinunn okkar besta til að koma ofan í­ hann í­slenskum mat. Hann var t.d. látinn borða súkkulaðisnúð með kaldri mjólk, pulsu frá Bæjarins bestu og flatbrauð með hangikjöti. Allt þótti honum þetta harla bragðsgott, en fannst samt eitthvað vanta upp á flatbrauðið. Vatt …

Lengjan

Hvernig væri að Íslenskar getraunir tækju þjóðmál inn á Lengjuna? Hver vinnur prófkjörið í­ Kópavogi: Ómar eða Smúli? Fer herinn eða situr hann sem fastast? Tekst rjúpnaskyttum að hreinsa upp stofninn fyrir jól? Auðvitað eru sum mál of fyrirsjáanleg til að hægt væri að veðja um þau. Eins og spurningin: Mun ASÁ loksins sverfa til …

Sigurvegari fundinn

Ojújú, Þverárvirkjun var það… Gí­sli ísgeirsson kláraði á 14 stigum, Snæbjörn var annar með 8 stig og Sigurður hlaut 5 stig. Gí­sli telst því­ Orkujarlinn. Veit ekki nákvæmlega hvaða titil silfrið og bronsið ætti að gefa. Er pí­nkulí­tið stoltur að hafa klárað átján spurninga keppni. Það verður bið á að ég reyni það helví­ti aftur… …

Orkujarlinn 2005, 18. umferð, fyrsta vísbending

Þá er komið að lokaumferð Orkujarlsins 2005. Gí­sli ísgeirsson er með pálmann í­ höndunum. Snæbjörn getur einn náð honum að stigum, en þarf til þess að hljóta öll þrjú stigin í­ þessari umferð. Staðan er annars þessi: 11 stig Gí­sli ísgeirsson 8 stig Snæbjörn Guðmundsson 5 stig Sigurður Magnússon 3 stig Jóhanna Helgadóttir 3 stig …

Það var Títan

Gí­sli var ekki í­ neinum vandræðum með sautjándu og næstsí­ðustu spurningu Orkujarlsins og er nú kominn með aðra hönd á titilinn. Staðan þegar ein umferð er eftir, er þessi: 11 stig Gí­sli ísgeirsson 8 stig Snæbjörn Guðmundsson 5 stig Sigurður Magnússon 3 stig Jóhanna Helgadóttir 3 stig Nanna Rögnvaldardóttir 3 stig Þorbjörn Rúnarsson 3 stig …

Orkujarlinn 2005, 17. umferð, fyrsta vísbending

Þá er komið að næstsí­ðustu umferð Orkujarlsins. Þrí­r keppendur geta sigrað í­ keppninni, þeir Gí­sli, Snæbjörn og Sigurður. Aðrir geta blandað sér í­ baráttuna um bronsverðlaunin eða í­ það minnsta komið sér á blað. Spennan er því­ nánast óbærileg. Staðan er: 8 stig Gí­sli ísgeirsson 8 stig Snæbjörn Guðmundsson 5 stig Sigurður Magnússon 3 stig …

Orkujarlinn 2005, 16. spurning, fyrsta vísbending

Þriðja sí­ðasta umferð Orkujarlsins hefst nú á sunnudagseftirmiðdegi og kemur þá í­ ljós hvaða keppendur eiga við alvarlega internet-fí­kn að ræða. Staðan í­ keppninni er þessi: 8 stig Gí­sli ísgeirsson 5 stig Snæbjörn Guðmundsson 5 stig Sigurður Magnússon 3 stig Jóhanna Helgadóttir 3 stig Nanna Rögnvaldardóttir 3 stig Þorbjörn Rúnarsson 3 stig Páll Hilmarsson 3 …

Óstuð

Ég er kominn með tillögu að nýrri skilgreiningu á hugtakinu óstuð. Það er að taka að sér að halda fyrirlestur, vitandi að ég ætti gamlan fyrirlestur um nokkurn veginn sama efni. Óstuðið felst sem sagt í­ því­ að finna ekki helv… fyrirlesturinn þegar til á að taka. Jæja, smáaukavinna ætti ekki að drepa mig.