Svalt

Háteigskjör við Rauðarárstí­g er lí­til hverfisverslun, sem ég versla nánast aldrei í­. Fyrir framan hana er ruslatunna merkt gosdrykknum ískóla. Það er svalt. Lagið Running up that Hill með Kate Bush, það er lí­ka svalt. Að mæta á landsráðstefnu SHA frá 11 til 16 og svo partý um kvöldið í­ Friðarhúsi – mikið svalara gerist …

Enn um öryrkja

Egill svarar í­ athugasemdsakerfinu færslu minni um öryrkja með því­ að spyrja hvað valdi hinni óskaplegu fjölgun þeirra og ígúst Flygenring bætir um betur með því­ að kalla það mikla blindu að loka augunum fyrir því­ að bótakerfið sé misnotað. Þetta tekur reyndar ekki á aðalatriðinu í­ hinni upphaflegu gagnrýni minni, sem fólst í­ því­ …

Skafl

Á gær afrekaði ég það að festast með Llion í­ skafli. Það var í­ borgarjeppa foreldra minna í­ grennd við Krýsuví­k. Við sátum fastir í­ bí­lnum í­ meira en tvær klukkustundir áður en björgunarsveitamaður á risatrukk kom til bjargar. Hér eftir verða allir flugeldar keyptir af björgunarsveitunum og jafnvel einhverjir happdrættismiðar lí­ka.