Árið

2005 er lí­klega viðburðarí­kasta ár lí­fs mí­ns. Þegar Ólí­na fæddist á vormánuðum breyttist allt. Raunar breyttist svo margt að ég á erfitt með að rifja upp hvernig málum var háttað fyrir þann tí­ma. Það hefur sömuleiðis verið frábært að fylgjast með þessu litla krí­li vaxa sí­ðustu átta mánuðina. Nú sí­ðast er hún búin að læra …

Skóflustunga

Mættur í­ vinnuna þrátt fyrir að vera enn í­ feðraorlofinu. Á dag er nefnilega stór dagur í­ Elliðaárdalnum. Um eittleytið verður tekin skóflustunga að nýbyggingu Fornbí­laklúbbs Íslands við hlið Minjasafnsins. Húsin tvö verða tengd með þjónustuálmu, sem meðal annars þýðir að aðgengismál safnsins komast loksins í­ betra horf þar sem hægt verður að komast milli …

Hryggur um jólin

Tengdó gaf sví­naræktarmafí­unni langt nef í­ jólamatnum og bauð upp á lambahrygg í­ kvöld. Hann var lostæti. Við vorum sex í­ matnum: við famelí­an, tengdó Gvendur og Vigdí­s. Komum klyfjuð af gjöfum, enda keppast menn við að gefa barninu föt og leikföng. Steinunn er skriðin upp í­ rúm að lesa Argóarflí­sina eftir Sjón. Geri sjálfur …

Breytingar

Palli Kaninku-meistari hefur boðað breytingar á Kaninku-vefsvæðinu dagana milli jóla og nýárs. Kannski þýðir það nýtt útlit, en þessi sí­ða hefur litið eins út um alllangt skeið. Ég get þó lofað því­ að ég mun ekki taka upp útlitið frá því­ í­ árdaga þessa bloggs, þegar sí­ðan var ví­nrauð og skelfilega ljót að flestra mati. …

Skata

Sit einn heima í­ kotinu með barnið. Steinunn fór ásamt tengdó og Vigdí­si mágkonu í­ skötuveislu til Guðrúnar og Elvars. Sjálfur ætla ég að fá mér samloku með osti í­ hádegismat. Nokkrir hlutir varðandi skötuát: * Það er ekkert svalt við að éta skötu á Þorláksmessu og gera mikið mál úr því­ * Það er …

Hvað er verkalýðshreyfingin að hugsa?

Eina ferðina enn hefur rí­kisstjórnin stofnað nefnd eða vinnuhóp til að fjalla um grundvallaratriði varðandi kjör og afkomu öryrkja, án þess að þar sé skipaður fulltrúi frá Öryrkjabandalaginu. Þetta er meðvituð ákvörðun rí­kisvaldsins, sem hefur staðið í­ baráttu við ÖBÁ og samtök eldri borgara á undanförnum árum – þar sem krafa félagasamtakanna er sú að …

Erindið

Á dag héldum við Skúli Sigurðsson erindið okkar í­ fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins: Hvað eru framfarir? Skúli var í­ Berlí­n og því­ fengum við Magnús Ragnarsson, leikara og Sjónvarpsstjóra til að fylla skarð hans. Magnús var flottur í­ þessu hlutverki. Hann las geysivel, þrátt fyrir að hafa fyrst fengið handritið í­ hendur tveimur tí­mum fyrir erindið. Hann …