2005 er líklega viðburðaríkasta ár lífs míns. Þegar Ólína fæddist á vormánuðum breyttist allt. Raunar breyttist svo margt að ég á erfitt með að rifja upp hvernig málum var háttað fyrir þann tíma. Það hefur sömuleiðis verið frábært að fylgjast með þessu litla kríli vaxa síðustu átta mánuðina. Nú síðast er hún búin að læra …
Monthly Archives: desember 2005
Vörpum birgjum í brunninn!
Fór í Ríkið í hádeginu. Oft hefur viský-úrvalið þar verið lélegt, en þetta slær öll met. 4-5 einmöltungar var allt úrvalið. Hvaða grín er þetta eiginlega? Nefndi þetta við strákinn á kassanum, en fékk svo sem sömu svör og venjulega: að allt sé þetta birgjunum að kenna, þeir nenni ekki að bjóða upp á viský. …
Skóflustunga
Mættur í vinnuna þrátt fyrir að vera enn í feðraorlofinu. Á dag er nefnilega stór dagur í Elliðaárdalnum. Um eittleytið verður tekin skóflustunga að nýbyggingu Fornbílaklúbbs Íslands við hlið Minjasafnsins. Húsin tvö verða tengd með þjónustuálmu, sem meðal annars þýðir að aðgengismál safnsins komast loksins í betra horf þar sem hægt verður að komast milli …
Hryggur um jólin
Tengdó gaf svínaræktarmafíunni langt nef í jólamatnum og bauð upp á lambahrygg í kvöld. Hann var lostæti. Við vorum sex í matnum: við famelían, tengdó Gvendur og Vigdís. Komum klyfjuð af gjöfum, enda keppast menn við að gefa barninu föt og leikföng. Steinunn er skriðin upp í rúm að lesa Argóarflísina eftir Sjón. Geri sjálfur …
Breytingar
Palli Kaninku-meistari hefur boðað breytingar á Kaninku-vefsvæðinu dagana milli jóla og nýárs. Kannski þýðir það nýtt útlit, en þessi síða hefur litið eins út um alllangt skeið. Ég get þó lofað því að ég mun ekki taka upp útlitið frá því í árdaga þessa bloggs, þegar síðan var vínrauð og skelfilega ljót að flestra mati. …
Skata
Sit einn heima í kotinu með barnið. Steinunn fór ásamt tengdó og Vigdísi mágkonu í skötuveislu til Guðrúnar og Elvars. Sjálfur ætla ég að fá mér samloku með osti í hádegismat. Nokkrir hlutir varðandi skötuát: * Það er ekkert svalt við að éta skötu á Þorláksmessu og gera mikið mál úr því * Það er …
Hvað er verkalýðshreyfingin að hugsa?
Eina ferðina enn hefur ríkisstjórnin stofnað nefnd eða vinnuhóp til að fjalla um grundvallaratriði varðandi kjör og afkomu öryrkja, án þess að þar sé skipaður fulltrúi frá Öryrkjabandalaginu. Þetta er meðvituð ákvörðun ríkisvaldsins, sem hefur staðið í baráttu við ÖBÁ og samtök eldri borgara á undanförnum árum – þar sem krafa félagasamtakanna er sú að …
Skuggalegi maðurinn
Fór og lét rýja mig á rakarastofu í morgun. Líklega hálft ár frá síðustu ferð, enda var ég kominn með ansi mikinn lubba. Þegar heim var komið starði Ólína á mig lengi – og fór svo að hágráta. Vonandi að hún verði búin að taka þennan skuggalega, stuttklippta mann aftur í sátt þegar hún kemur …
Erindið
Á dag héldum við Skúli Sigurðsson erindið okkar í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins: Hvað eru framfarir? Skúli var í Berlín og því fengum við Magnús Ragnarsson, leikara og Sjónvarpsstjóra til að fylla skarð hans. Magnús var flottur í þessu hlutverki. Hann las geysivel, þrátt fyrir að hafa fyrst fengið handritið í hendur tveimur tímum fyrir erindið. Hann …
Stórtíðindi!
Síðdegis boðaði Bjarni Fel til blaðamannafundar. Hann er víst genginn í KR.