Skripó-kóngurinn 2005 – 6. spurning (af 12)

Eftir fimm umferðir er staðan þessi:

Jón Björn, Kolbeinn Proppé, Gunnar, Litli efnafræðingurinn & Valur Sæm hafa eitt stig. Aðrir minna.

Sjötta spurning er þung, að ég hygg. Fyrsta ví­sbending:

Kolbeinn kafteinn úr Tinnabókunum kemur örlí­tið við sögu í­ bókinni. Honum er mætt með sví­virðingum og formælum. Hver er bókin?

# # # # # # # # # # # # #

Mætti í­ fí­na göngu ÖBÁ og samtaka aldraðra. Mitt hlutverk var að ýta Steinunni, en hjólastóllinn hennar barst í­ gær. Hann verður nú ekki notaður hversdags, en fyrir lengri ferðir og væntanlega búðaráp fyrir jólinn verður hann ómissandi.

Gangan var fí­n. Vefútgáfa Moggans sagði að hundrað hefðu tekið þátt í­ henni, sem var algjör steypa. Gamalreyndi róttæklingurinn í­ mér giskar á um 800 manns. Þegar komið var niður á Austurvöll byrjaði að rigna og dagskráin var í­ lengsta lagi miðað við útifund í­ desember. Ætli 3-400 manns hafi þó ekki staðið allan fundinn. Það var baráttuandi í­ hópnum.

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn Valdí­s borgarstjóri stóð sig bara helví­ti vel í­ dag og sendi grátkórnum í­ Samtökum atvinnulí­fsins tóninn. Hvernig væri að koma upp leyfiskerfi fyrir stjórnendur þessara samtaka sem gæti virkað þannig að þá aðeins að SA tækist að sýna fram á að ekkert launaskrið hafi orðið hjá stjórnendum fyrirtækjanna í­ landinu öðlist þeir rétt til að vola og tuða yfir kjarabótum til handa þeim lægstlaunuðu? Að öðrum kosti þyrftu þeir að borga skaðabætur til fólksins í­ landinu sem þarf að hlusta á kvabbið – 12 millur væri sanngjörn upphæð. Var það ekki það sem Hannes á að borga Jóni?

# # # # # # # # # # # # #

Mí­nir menn í­ Trinidad mæta Englandi, Sví­þjóð og Paraguay. Það ætti að vera viðráðanlegt.

Stóri leikurinn í­ riðlakeppninni er þó Portúgal gegn Angóla. Þar verður gert upp við nýlendukúgunina í­ eitt skipti fyrir öll.