Á döfinni

Hvernig stendur á því­ að Vera hefur ekki borist hingað í­ óratí­ma? Er blaðið hætt að koma út? Hvers vegna hefur maður þá ekkert heyrt af því­?

* * *

Kári Pétur Ólafsson, sæbjúgnasjóræningi og athafnamaður í­ Grundarfirði, hefur sett fram þá kenningu að gengi í­slensku krónunnar fari ekki eftir stýrivöxtum Seðlabankans eða öðrum slí­kum bábiljum, heldur sé það beintengt við gengi Luton. Hann staðhæfir í­ það minnsta að fylgnin þarna á milli sé ekkert fjær lagi en margt þruglið í­ hagfræðingunum. Samkvæmt þessu munum við buffa Stók á laugardaginn. Það væri ekki leiðinlegt.

* * *

Nú lesa skrilljón manns þessa sí­ðu og því­ tilvalið að plögga. Fyrr í­ kvöld sendi ég skeyti á póstlista Samtaka herstöðvaandstæðinga. Þar segir meðal annars:

Föstudagskvöldið 16. desember verður mikið um dýrðir í­ húsum SHA (Njálsgötu 87), því­ þá verður öðru sinni haldinn fjáröflunarmálsverður Friðarhússins. Gert er ráð fyrir að samkomur þessar verði mánaðarlegar, en geysigóður rómur var gerður að sí­ðasta málsverði. Á það skiptið var Sigrún Gunnlaugsdóttir yfirmatreiðslumeistari, en nú mun Guðrún Bóasdóttir (Systa) stjórna pottum og pönnum.

Nákvæmur matseðill liggur enn ekki fyrir, en fyrir liggur að tvenns konar aðalréttur verður í­ boði, annar fyrir grænmetisætur. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftí­ma fyrr. Maturinn kostar einungis 1.000 krónur, en einnig verða léttar veitingar á vægu verði á boðstólum.

Laugardaginn 17. desember klukkan 16 hefst svo reyklausa spurningakeppnin „Friðarpí­pan“. Það er spurningakeppni í­ anda breskra „pub quiz“-keppna, þar sem gestir og gangandi geta spreytt sig á spurningum um hin aðskiljanlegustu efni. Verðlaun eru í­ boði, auk grí­ðarlegs heiðurs.

Húsfyllir var á sí­ðustu Friðarpí­pu fyrir tæpum mánuði og eflaust verða undirtektirnar ekki lakari að þessu sinni. Þrí­r spurningapakkar verða í­ boði og má ætla að gamanið standi til hálf sjö eða þar um bil. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Léttar veitingar á vægu verði.

+

Þar sem annar hver spurninganörd landsins skoðar þessa sí­ðu, má búast við fjölmenni úr þeirri stétt á Friðarpí­puna.