(auglýsing)
Friðarpípan – spurningakeppni Samtaka herstöðvaandstæðinga
Friðarpípan, reyklaus spurningakeppni, verður haldin laugardaginn 17. desember í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar).
Keppt verður eftir hefðbundnu pöbb-kviss fyrirkomulagi (í tveggja manna liðum) og hefjast leikar kl. 16 og stendur gamanið framundir kvöldmat.
Aðalspurningakeppnin (30 spurningar, almenns eðlis) verður í umsjón Kolbeins Óttarssonar Proppé, en einnig verður boðið upp á tvær styttri keppnir. Steindór Jónsson sér um spurningakeppni með yfirskriftinni „Samsæriskenningar“ og spurningatvíeykið Ólíver Stón spyr um „Söngvaskáld og tengd efni“. Verðlaun verða veitt fyrir alla flokka.
Léttar veitingar á vægu verði. Allir velkomnir.